Menu
RSS

Frumvarp um afnám verðtryggingar

Hagsmunasamtök heimilanna hafa tekið enn eitt skref í baráttu sinni fyrir afnámi verðtryggingar á neytendalánum, en varaformaður samtakanna Guðmundur Ásgeirsson hefur ritað "Frumvarp til laga um breytingu og afnám ýmissa lagaákvæða varðandi verðtryggingu neytendasamninga", sem tilbúið er til flutnings. Megináhrif frumvarpsins ef það yrði að lögum yrðu þau að afnema verðtryggingu neytendalána.

Read more...

Borgarafundur um málsókn gegn verðtryggingu

Sjá viðburð á Facebook

Staður: Háskólabíó

Stund: Þriðjudagur 13. nóvember kl. 20:00 - 22:00

Fundarefni: Málsókn gegn verðtryggingu

Fundarstjóri: Egill Helgason

Frummælendur: Pétur H. Blöndal alþm., Guðmundur Ásgeirsson varaf. HH, Þórður H Sveinsson hdl

Pallborð: Fulltrúar þingflokkanna, Vilhjálmur Birgisson VLFA, Gísli Tryggvason talsmaður neytenda, fulltrúi ríkisstjórnarinnar, formaður HH og ræðumenn.

Nánar um fundarefni: Málsókn gegn verðtryggingu beinist gegn framkvæmd verðtryggingar í neytendalánum. Húsnæðislán einstaklinga falla undir lög um neytendalán frá desember 2000. Verðtrygging er ósamrýmanleg lögum um neytendalán þar eð hún m.a. getur ekki rúmast inna árlegrar hlutfallstölu kostnaðar.

Read more...
Subscribe to this RSS feed

Alþingi

Gagnlegar upplýsingar

Leiðbeiningar í lánamálum heimilanna