Menu
RSS

Ályktun stjórnar HH: Lánveitendur beri ábyrgð á rangri framkvæmd verðtryggingar

Stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna (HH) vill að gefnu tilefni árétta að fyrirliggjandi dómsmál um lögmæti verðtryggingar byggist alfarið á rökum sem einungis eru reist á grundvelli gildandi laga á Íslandi. Ekkert í þeim málatilbúnaði byggir á neinum tilgátum um ranga innleiðingu tilskipana um neytendarétt, heldur þvert á móti á móti á réttri og vandaðri innleiðingu þeirra í lög hér á landi frá upphafi. Sé hinsvegar einhver vafi um það hvað þau þýði megi gjarnan skýra lögin um neytendalán með hliðsjón af fyrirmælum þeirra tilskipana sem voru innleidd á sínum tíma.

Read more...

Félagsfundur HH: Staðan og næstu skref.

HH halda halda opinn félagsfund fimmtudaginn 7. mars nk kl. 20:00 í Stýrimannaskólanum við Háteigsveg. Á fundinum verður greint frá stöðu mála í baráttunni og næstu skerfum, niðurstöður nýrrar könnunar meðal félagsmanna kynntar, auk þess sem sagt verður frá niðurstöðum nýrrar skýrslu um bein áhrif verðtryggingar á verðbólgu.

Félagsmenn eru hvattir til að mæta á fundinn og hafa þannig áhrif á störf og stefnu samtakanna. Allir velkomnir!

Read more...

Ályktun vegna álits frá framkvæmdastjórn ESB á framkvæmd verðtryggingar neytendalána

Verðtrygging lánasamninga samkvæmt vísitölu neysluverðs er heimil samkvæmt íslenskum lögum. Fróðir félagsmenn og fulltrúar samtakanna hafa kortlagt heimildirnar en þær eru í reynd undanþágur frá almennum vaxtalögum. Verðtrygging greiðslna m.v. vísitölu neysluverðs er eini lánskostnaðurinn auk hefðbundinna vaxta sem er leyfilegur samkvæmt vaxtalögunum. Það var á grundvelli þessara skýru ákvæða vaxtalaga sem Hæstiréttur Íslands dæmdi gengistryggingu lánasamninga ólögmæta þann 16. júní 2010, einkum í málum nr. 92/2010 og nr. 153/2010.

Framkvæmd þessarar heimildar er mjög ábótavant í lánasamningum hérlendis. Brotalamir eru svo alvarlegar og víðtækar að fullt tilefni þykir til að útkljá málið fyrir dómstólum. Eftir ítarlega lögfræðilega rannsóknarvinnu hefur verið undirbúin málsókn sem nálgast þessi álitaefni einmitt út frá þeim lagaskilningi sem kemur fram í áliti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Mál sem höfðað er á þeim grundvelli var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 18. október 2012.

Read more...
Subscribe to this RSS feed

Alþingi

Gagnlegar upplýsingar

Leiðbeiningar í lánamálum heimilanna