Ályktun stjórnar HH: Lánveitendur beri ábyrgð á rangri framkvæmd verðtryggingar
- Published in Frá Hagsmunasamtökum heimilanna
Stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna (HH) vill að gefnu tilefni árétta að fyrirliggjandi dómsmál um lögmæti verðtryggingar byggist alfarið á rökum sem einungis eru reist á grundvelli gildandi laga á Íslandi. Ekkert í þeim málatilbúnaði byggir á neinum tilgátum um ranga innleiðingu tilskipana um neytendarétt, heldur þvert á móti á móti á réttri og vandaðri innleiðingu þeirra í lög hér á landi frá upphafi. Sé hinsvegar einhver vafi um það hvað þau þýði megi gjarnan skýra lögin um neytendalán með hliðsjón af fyrirmælum þeirra tilskipana sem voru innleidd á sínum tíma.