Menu
RSS

Aðalfundur 31. maí 2012 - Fundargögn

 

 

1.  Skýrsla stjórnar 2011-2012

2.  Viðauki 1 - ársyfirlit

3.  Ársreikningur 2011

4.  Lagabreytingatillögur við samþykktir HH

5.  Bráðabirgðasamþykktir Landssamtaka heimilanna (vinnuheiti

 

 

1.  Skýrsla stjórnar 2011-2012

 

Skýrslu stjórnar má lesa hér:

 


 

2.  Viðauki 1 - ársyfirlit

 

Starfsannál 2011-2012 má sjá hér:

 


3.  Ársreikningur 2011

Hægt er að skoða ársreikninginn hér

 


 

4.  Samþykktir Hagsmunasamtaka heimilanna

9. gr. Stjórn

 • Stjórn samtakanna skal skipuð sjö mönnum og sjö varamönnum sem kjörnir skulu á aðalfundi samtakanna. Stjórnin kýs sér formann, varaformann, ritara og gjaldkera á fyrsta stjórnarfundi að loknum aðalfundi.
 • Stjórnarmaður sem setið hefur full fimm kjörtímabil telst hafa lokið stjórnarsetu sinni fyrir samtökin og getur ekki verið kjörinn aftur í stjórn. Ákvæðið gildir ekki um kjörtímabil varamanna.
 • Stjórnarstörf eru ólaunuð.
 • Stjórnin skal koma saman til fundar að minnsta kosti mánaðarlega og skal hún halda fundargerðir. Að öðru leyti kveður stjórnarformaður stjórnina til fundar, þegar honum þykir þörf og skylt er honum að boða til fundar í stjórninni þegar einn stjórnarmaður óskar þess.10. gr. Verkefni stjórnar

 • Stjórn samtakanna fer með æðsta vald í málefnum þeirra milli aðalfunda. Hún undirbýr aðalfund og aðra félagsfundi. Formaður boðar til stjórnarfunda með sannanlegum hætti. Stjórnarfundireru lögmætir ef mættur er meirihluti stjórnarmanna.
 • Við afgreiðslu mála á stjórnarfundum fer hver stjórnarmaður með eitt atkvæði og ræður einfaldur meirihluti atkvæða. Séu atkvæði jöfn ræður atkvæði formanns fundarins. Varamaður hefur aðeins tillögurétt á stjórnarfundi nema hann leysi af stjórnarmann.
 • Stjórn semur stefnuskrá hvers starfsárs. Stjórn skal hafa yfirumsjón með daglegri starfsemi samtakanna eða ræður sérstakan aðila til þess og til sértækra verkefna.
 • Stjórn setur nefndum samtakanna reglur þar sem fram kemur hlutverk nefndanna.


Breytingatillgögur við 9. grein

A)

Þriðja málsgrein falli út, en í stað hennar komi eftirfarandi málsgrein.

Stjórnarstörf eru ólaunuð, svo og þau verkefni sem stjórnarmenn taka að sér fyrir samtökin.  Þó er heimilt að greiða fyrir útlagðan kostnað sem til fellur vegna rekstrar samtakanna.

Flutningsmenn: Andrea J. Ólafsdóttir, Gunnar Magnússon, Ólafur Garðarsson, Una E. Ragnarsdóttir, Þórður B. Sigursson


B)
Við 9. grein bætist eftirfarandi.

Stjórnarmenn gegna störfum sínum af trúmennsku og heiðarleika, og greina frá öllum persónulegum hagsmunum sem geta haft áhrif á störf þeirra í þágu samtakanna.

Félagsmenn sem sent hafa sitjandi stjórn hagsmunaskráningu geta boðið sig fram til stjórnarsetu. Hagsmunaskráning frambjóðenda skal fylgja með fundargögnum aðalfundar. Í hagsmunaskráningu skulu koma fram upplýsingar um fjárhaglsega hagsmuni og trúnaðarstörf.  Eftirfarandi fjárhagslegir hagsmunir skulu skráðir:

Launuð starfsemi

 • Launað starf eða verkefni. Starfsheiti og nafn vinnuveitanda eða verkkaupa skulu skráð.
 • Launuð stjórnarseta í einkareknum eða opinberum félögum. Staða og félag skulu skráð.
 • Starfsemi sem er rekin samhliða starfi frambjóðandaog er tekjumyndandi fyrir hann eða félag sem hann á sjálfur eða er meðeigandi í. Tegund starfsemi skal skráð.


Eignir

 • Fasteign, sem er að einum þriðja eða meira í eigu frambjóðanda eða félags sem hann á fjórðungshlut í eða meira og lóðarréttindi undir slíkt húsnæði. Skrá skal heiti landareignar og staðsetningu fasteignar. Heiti félags, sparisjóðs eða sjálfseignarstofnunar í atvinnurekstri, sem frambjóðandi á hlut í. Skrá skal verðmæti hlutar og hlutfallstölu.

Flutningsmenn: Andrea J. Ólafsdóttir, Guðmundur Ásgeirsson, Sigrún Viðarsdóttir, Una E. Ragnarsdóttir, Þórður B. Sigurðsson, Ólafur Garðarsson


C)
Við 9. grein bætist eftirfarandi.

Þrátt fyrir ákvæði um hagsmunaskráningu getur félagsmaður sem jafnframt gegnir trúnaðarstörfum fyrir stjórnmálasamtök ekki boðið sig fram til stjórnarsetu.

Í samþykktum þessum eru stjórnmálasamtök skilgreind sem flokkar eða samtök sem bjóða fram í kosningum til Alþingis eða sveitarstjórna.  Trúnaðarstörf fyrir stjórnmálasamtök eru störf í stjórnum, ráðum og nefndum og önnur sambærileg störf á vegum eða í þágu stjórnmálasamtaka.  Formlegir talsmenn stjórnmálasamtaka, frambjóðendur þeirra, starfsmenn og kjörnir fulltrúar teljast einnig gegna trúnaðarstörfum fyrir stjórnmálasamtök.

Nú tekur stjórnarmaður að sér trúnaðarstarf fyrir stjórnmálasamtök. Skal hann þá víkja úr stjórn. Ákvæðið gildir einnig um varamenn.

Flutningsmenn: Andrea J. Ólafsdóttir, Sigrún Viðarsdóttir, Una E. Ragnarsdóttir, Þórður B. Sigurðsson, Ólafur Garðarsson

 

D)
Við 9. grein bætist eftirfarandi

Stjórnarmenn skulu boða forföll, komist þeir ekki á stjórnarfund. 

Nú sækir aðalmaður ekki stjórnarfundi um þriggja mánaða skeið. Afsali hann sér þá sæti sínu í stjórn, taki sæti í varastjórn og fyrsti varamaður taki sæti í stjórn í hans stað.

Flutningsmenn:  Andrea J. Ólafsdóttir, Sigrún Viðarsdóttir, Una E. Ragnarsdóttir, Þórður B. Sigurðsson, Ólafur Garðarsson

 

Breytingartillaga við 10. grein

 

Fastráðnir starfsmenn samtakanna skulu ekki samhliða gegna trúnaðarstörfum fyrir stjórnmálasamtök.

Í samþykktum þessum eru stjórnmálasamtök skilgreind sem flokkar eða samtök sem bjóða fram í kosningum til Alþingis eða sveitarstjórna.  Trúnaðarstörf fyrir stjórnmálasamtök eru störf í stjórnum, ráðum og nefndum og önnur sambærileg störf á vegum eða í þágu stjórnmálasamtaka.  Formlegir talsmenn stjórnmálasamtaka, frambjóðendur þeirra, starfsmenn og kjörnir fulltrúar teljast einnig gegna trúnaðarstörfum fyrir stjórnmálasamtök.

Flutningsmenn: Andrea J. Ólafsdóttir, Guðmundur Ásgeirsson, Gunnar Magnússon, Ólafur Garðarsson, Sigrún Viðarsdóttir, Una E. Ragnarsdóttir, Vilhjálmur Bjarnason, Þórður B. Sigurðsson


 

5.  Bráðabirgðasamþykktir Landssamtaka heimilanna (vinnuheiti)

1. gr. Heiti, varnarþing og félagssvæði
Samtökin heita Landssamtök heimilanna.  Um er að ræða vinnuheiti sem verður endurskoðað á fyrsta aðalfundi samtakanna.

2. gr. Varnarþing og félagssvæði
Heimili samtakanna, skrifstofa og varnarþing er í Reykjavík.  Félagssvæði samtakanna nær til alls landsins.

3. gr. Tilgangur og markmið
Samtökin eru sameiginlegur vettvangur félagasamtaka.  Tilgangur samtakanna er að vinna að hagsmunum félagsmanna aðildarfélaga og –samtaka. Svo sem bættum láns- og leigukjörum neytenda og bættum kaupmætti, lífs- og launakjörum.  Samtökin vinna að tilgangi sínum og markmiðum eftir öllum lögmætum leiðum og með réttmætum samtakamætti.

4. gr. Bráðabirgðastjórn
Bráðabirgðastjórn samtakanna skal skipuð þremur mönnum og tveim til vara.  Stjórn skal skipta með sér verkum og sitja fram að fyrsta aðalfundi.  Stjórnin skal koma saman til fundar að minnsta kosti mánaðarlega og skal hún halda fundargerðir.  Að öðru leyti kveður stjórnarformaður stjórnina til fundar, þegar honum þykir þörf og skylt er honum að boða til fundar í stjórninni þegar einn stjórnarmaður óskar þess.  Verkefni bráðabirgðastjórnarinnar er að halda utan um starfsemi samtakanna fram að fyrsta aðalfundi.  Einstaklingar sem sitja í stjórn fyrirtækja sem hafa mannaforráð, fjármálafyrirtækja, lífeyrissjóða, tryggingarfélaga eða annarra fjármálastofnana og sjóða, geta ekki setið í stjórn samtakanna.

4. gr. Aðild og úrsögn
Þau félög sem styðja tilgang og markmið samtakanna geta haft aðild að þeim.  Stjórn samtakanna afgreiðir aðildarumsóknir, útbýr og ber ábyrgð á framkvæmd aðildarsamninga.  Umsókn um aðild skal vera skrifleg.  Sama á við um úrsögn.

5. gr. Lýðræðisleg réttindi félaga
Um leið og stjórn samtakanna hefur samþykkt umsókn aðildarfélags öðlast allir skráðir félagar umrædds aðildarfélags eitt atkvæði í kosningum samtakanna.

6. gr. Fyrsti aðalfundur
Aðalfundur hefur æðsta vald í málefnum samtakanna.  Fyrsti aðalfundur samtakanna skal haldinn í síðasta lagi 15. janúar 2013.  Verkefni fundarins verður meðal annars að kjósa stjórn sem leysir bráðabirgðastjórnina af hólmi og afgreiða lög sem leysa þessar bráðabirgðasamþykktir af hólmi.  Rétt til setu og atkvæðis á aðalfundi eiga allir félagsmenn aðildarfélaga. Boða skal til aðalfundar með tölvupósti og opinberri tilkynningu á heimasíðu samtakanna og aðildarfélaga með minnst 14 daga fyrirvara. Fundargögn skulu vera aðgengileg félagsmönnum minnst 3 dögum fyrir fund.

7. gr. Gildistími
Bráðabirgðasamþykktir þessar voru samþykktar á stofnfundi samtakanna 4. apríl 2012.  Gildistími er frá og með dagsetningu stofnfundar og fram að fyrsta aðalfundi.

8. gr. Árgjald
Árgjald félagsins er samkvæmt samningi við aðildarfélög og tekur mið af fjölda félaga aðildarfélags og verður innheimt einu sinni á ári.

9. gr. Rekstrarafgangur
Rekstrarafgangi af starfsemi félagsins skal varið í samræmi við tilgang félagsins.

10. gr. Slit

Ákvörðun um slit félagsins verður tekin á aðalfundi með auknum meirihluta, eða 3/4 hlutum greiddra atkvæða, og renna eignir félagsins til mannúðarmála í samræmi við ákvörðun aðalfundarins.

 

Grein núverandi og fyrrverandi formanna HH ,,Stéttabarátta 21. aldarinnar og framtíð Hagsmunasamtaka heimilanna" má lesa hér.

Ályktun félagsfundar þann 12. mars 2012 um málið má skoða hér.

 

Read more...

Alþingi

Gagnlegar upplýsingar

Leiðbeiningar í lánamálum heimilanna