Menu
RSS

Greiðsluverkfall - hvernig gerumst við þátttakendur Featured

Greiðsluverkfallið snýst ekki bara um að draga greiðslur eða hætta að borga. Þátttakendur geta gefið margvísleg skilaboð til ráðamanna til að mótmæla ósanngjarnri hækkun höfuðstóla í gegn um verðtryggingu og gengistryggingu.

  • Segja má upp greiðslukortum og greiðsluþjónustu bankanna
  • Takmarka má greiðslur viðgreiðsluáætlun
  • Taka má út innistæður (sérstaklega úr ríkisbönkum)

Mörg þúsund lántakenda eru hættir að greiða ýmist af því þeir geta það ekki, þeir sjá engan tilgang með því eða þeir hafa einfaldlega misst list á að henda fé sínu í svarthol svikamyllunnar. Greiðsluverkfallið er ekki bara fyrir skuldara, fjármagnseigendur geta líka tekið þátt með úttektum fjármuna. Það er líka alveg spurning hvort þeir þurfi ekki að passa peningana sína og taka þá út. Stór hópur skuldara eiga líka smá pening sem þeir hafa lagt til hliðar. Fyrsta greiðsluverkfallið verður aðeins 15 dagar en það býður ekki upp á að nokkur maður lendi í vanskilum af því tagi sem leiða til innheimtuaðgerða.

Til ráðamanna fjármálastefnu
Þessi umferð greiðsluverkfallsins er fyrst og fremst skilaboð til ráðamanna fjármálastefnunnar í landinu. Við ætlum ekki að greiða stökkbreytta höfuðstóla. Annað hvort greiðum við aðeins þær skuldir sem stofnað var til eða greiðsluviljinn gufar upp eins og dæmin sanna. Hvort viljið þið?

Við erum ekki sátt við að talað sé um að skuldir sem búnar eru til úr lofti, lendi á skattgreiðendum ef við greiðum þær ekki. Sá áróður er óheiðarlegur. Verðtryggð innlán eru aðeins brot af verðtryggðum útlánum. Hættið að tefla fram gamla fólkinu sem sérstökum skjólstæðingum verðtryggingarinnar. Það er ómaklegt. Segið sannleikann um hvað þið eru raunverulega að verja.

Last modified onThursday, 28 February 2013 22:03
back to top

Alþingi

Gagnlegar upplýsingar

Leiðbeiningar í lánamálum heimilanna