Menu
RSS

Ályktun greiðsluverkfallsstjórnar Featured

Ályktun greiðsluverkfallsstjórnar Hagsmunasamtaka heimilanna

Félagsmenn Hagmunasamtaka heimilanna fólu stjórn HH 23. júní 2009 að skipa greiðsluverkfallsstjórn og boða til greiðsluverkfalls í samræmi við ályktun félagsfunda sem haldnir voru í Reykjavík, Keflavík, á Selfossi, Egilsstöðum og Akureyri.

Greiðsluverkfallsstjórnin hefur verið skipuð og hún ákveðið að fyrsta skipulagða greiðsluverkfall sögunnar hefjist 1. október 2009 og standi í tvær vikur (næsta gr.verkfall ákveðið síðar).

Greiðsluverkfall byggist á sömu aðferðarfræði og hefðbundin verkföll nema að ekki verður um verkfallsvakt í hefðbundnum skilningi að ræða þ.e. enginn er skikkaður til þátttöku. Ljóst er að þúsundir Íslendinga eru nú þegar í óskipulögðu greiðsluverkfalli, margir óviljugir. Hagsmunasamtök heimilanna veitir þeim með þessum aðgerðum siðferðilegann og félagslegann stuðning við kröfur sínar um réttlæti.

Heimilin hafa að ósekju verið látin taka ábyrgð á stökkbreyttum lánum vegna ósiðlegra og andþjóðfélagslegra aðgerða fjármálastofnana sem hrundu undan eigin spillingu. Ríkisvaldið er sekt um ólýðræðislega einkavæðingu banka og fullkomna meðvirkni með þeirri óráðsíu sem viðgekkst í þessum svokölluð "einkavæddu" fyrirtækjum. Seðlabankinn beinlínis hvatti til frekari þenslu og óábyrgra útlána lánastofnana með afnámi takmarkandi reglna og litlu sem engu aðhaldi eða eftirliti. Þar fyrir utan hunsuðu ofangreindir opinberir aðilar að upplýsa almenning um raunverulega stöðu bankanna sem leiddi til enn meira skaða fyrir almenning.

Félagsmenn Hagsmunasamtaka heimilanna og allir sem eru sammála kröfum samtakanna um almenna leiðréttingu íbúðalána er hér með boðið að taka þátt í greiðsluverkfalli sem hefst 1. október og lýkur 15. október. Með því að fara í eina eða fleiri af eftirfarandi aðgerðum gerist einstaklingur þátttakandi í greiðsluverkfallinu:

  1. Þeir sem eru hættir að greiða af íbúðalánum og bílalánum vegna stökkbreyttra höfuðstóla eru þegar þátttakendur í greiðsluverkfallinu.
  2. Draga afborganir af öllum lánum í 15 daga (allir sem ekki eru í ofangreindum hóp nú þegar).
  3. Takmarka greiðslu af lánum við greiðsluáætlun.
  4. Úttektir og flutningur á innistæðum frá ríkisbönkum.
  5. Segja upp kortaviðskiptum og greiðsluþjónustu.
  6. Þátttaka í öðrum aðgerðum HH og opinberum mótmælum.

Nánari leiðbeiningar og skýringar á aðgerðunum má finna á heimasíðu HH www.heimilin.is

Kröfugerð hefur verið send Sáttasemjara ríkisins og eftirfarandi aðilum sem greiðsluverkfallsstjórnin lítur á sem viðsemjendur:

Forsætisráðuneyti fyrir hönd ríkisstjórnar Íslands
Samtök fjármálafyrirtækja fyrir hönd lánastofnana (SFF: www.sff.is)
Landsamtök lífeyrissjóða (www.ll.is)

Meðfylgjandi er kröfugerð Hagsmunasamtaka heimilanna byggð á samþykktum félagsfunda um greiðsluverkfall 23. júní 2009

F.h. Greiðsluverkfallsstjórnar Hagsmunasamtaka heimilanna 28. ágúst 2009
Last modified onThursday, 28 February 2013 22:03
back to top

Alþingi

Gagnlegar upplýsingar

Leiðbeiningar í lánamálum heimilanna