Menu
RSS

Enn og aftur kyndir seðlabankinn verðbólgubál með vaxtahækkun

Hagsmunasamtök heimilanna ítreka gagnrýni sína á vaxtahækkanir Seðlabankans, sem algjörlega gagnslausa og úrelta aðferð við að draga úr verðbólgu. Með aðgerðum sínum virðist seðlabankinn öðru fremur róa að því öllum árum að láta glórulausa verðbólguspá sína rætast.

Löngu er orðið tímabært að Seðlabankinn hætti að beita handónýtum hagstjórnartækjum sem hafa einfaldlega þveröfug áhrif við það sem ætlað er. Undanfarnar þrjár vaxtahækkanir Seðlabankans jafngilda 28% hækkun vaxtakostnaðar sem getur hæglega haft áhrif til hækkunar verðlags, ekki síður en launahækkanir.

Hagsmunasamtök heimilanna skora jafnframt á stjórnvöld og aðila vinnumarkaðsins að fordæma úreltar hagstjórnaraðgerðir Seðlabankans og þrýsta á um að hann breyti þeim og taki framvegis mið af þeim raunveruleika sem við búum við hér á landi.

Read more...

Áskorun til Seðlabanka Íslands

Í ljósi frétta um að Seðlabanki Íslands hafi greitt  málskostnað í dómsmáli Seðlabankastjóra gegn bankanum á þeim forsendum að það væri hagsmunamál bankans að fá úr deilumálinu skorið vilja Hagsmunasamtök heimilanna hér með beina þeirri áskorun til Seðlabanka Íslands að hann greiði málskostnað í dómsmálum er varða lögmæti verðtryggingar, enda er þar um að ræða gríðarlega stórt hagsmunamál er varðar grundvallarstarfsemi Seðlabankans.


Hagsmunasamtök heimilanna hafa þegar orðið fyrir miklum kostnaði vegna dómsmáls í tengslum við lögmæti verðtryggingar. Samtökin vænta þess fastlega að Seðlabankinn verði samkvæmur sjálfum sér og bjóðist til að greiða útlagðan málskostnað samtakanna vegna þeirra málaferla. Seðlabankinn mun svo að sjálfsögðu fá upphæðina endurgreidda þegar dómsmálið vinnst og málskostnaðurinn fæst greiddur frá stefnda.

Stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna

 

Read more...

Áskorun HH á formann sérfræðingahóps ríkisstjórnarinnar um afnám verðtryggingar af neytendalánum.

Hagsmunasamtök heimilanna skora á Ingibjörgu Ingvadóttur, formann sérfræðingahóps um afnám verðtryggingar af neytendalánum, að krefja Seðlabanka Íslands (SÍ) um niðurstöður úttektar sem þar liggur fyrir um afleiðingar þess ef útfærsla verðtryggingar neytendalána yrði dæmd ólögleg.

Fulltrúar samtakanna áttu fund með seðlabankastjóra þann 17. janúar þar sem meðal annars var rætt um málsókn þá sem samtökin standa að baki varðandi ólögmæti útfærslu verðtryggingar neytendalána. Við eftirgrennslan fulltrúa HH á fundinum upplýstu starfsmenn seðlabankans að gerð hafi verið úttekt eða greining á afleiðingum þess ef útfærsla verðtryggingar á neytendalán yrði dæmd ólögleg, en að niðurstöður þeirrar greiningar væru hinsvegar trúnaðarmál.

Read more...
Subscribe to this RSS feed

Alþingi

Gagnlegar upplýsingar

Leiðbeiningar í lánamálum heimilanna