Menu
RSS

Lánasamningi hafnað

Ályktun funda um greiðsluverkfall

Ályktun

Fundur Hagsmunasamtaka heimilanna þriðjudaginn 23. júní 2009 styður ákvörðun fjölda Íslendinga um að grípa til greiðsluverkfalls til að knýja fram leiðréttingar á húsnæðislánum vegna forsendubrests af völdum kreppunnar. Markmið greiðsluvekfallsins er að ná fram eftifarandi kröfum:

 1. Lán sem hvíla á íbúðarhúsnæði með viðmiðun við gengi erlendra gjaldmiðla verði leiðrétt og yfirfærð í íslenskar krónur frá lántökudegi á gengi þess tíma.
 2.  Verðtryggð lán sem hvíla á íbúðarhúsnæði verði leiðrétt þannig að að verðbætur verði að hámarki 4% á ári frá 1. janúar 2008.
 3. Lagabreyting leiði til þess að ekki verði gengið lengra í innheimtu veðlána en að leysa til sín veðsetta eign.
 4. Lagabreyting leiði til þess að við uppgjör skuldar fyrnist eftirstöðvar innan 5 ára og verði ekki endurvakin.
 5.  Gerð verði tímasett áætlun um afnám verðtryggingar lána innan skamms tíma og vaxtaokur verði aflagt.

Þátttaka í greiðsluverkfallinu getur falið í sér:

 1.  Að hætta að greiða af lánum og/eða draga greiðslur í tiltekinn tíma.
 2. Að takamarka greiðslu af lánum við greiðsluáætlun.
 3. Hvetja til úttekta og flutnings á innistæðum.
 4. Auglýsa brotaaðila; lista upp þá sem vinna með og á móti heimilum
 5. Hvetja til sniðgöngu; beina viðskiptum frá aðilum, takmarka neyslu og veltu við nauðsynjar.
 6. Hvetja til uppsagna á kortaviðskiptum og greiðsluþjónustu
 7. Opinber mótmæli.

Fundurinn felur stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna að skipa 5 manna verkfallsstjórn. Í verkallsstjórninni skal vera einn lögfræðingur og tveir stjórnarmenn í samtökunum.

Fundir um boðun greiðsluverkfalls

Hagsmunasamtök heimilanna munu standa fyrir opnum félagsfundum þriðjudaginn 23. júní þar sem yfirskriftin er greiðsluverkfall. Félagsmenn munu verða beðnir um að ganga til kosninga um hvort samtökin skulu hefja formlegt greiðsluverkfall. Formleg atkvæðagreiðsla fer fram með rafrænum hætti í kjölfar fundarins.

Fundurinn samanstendur af stuttu erindi um greiðsluverkfallið, tilhögun, markmið og tilgang og umræðum fundarmanna. Borin verður upp ályktun fundarins og leitað samþykkis fundarmanna. Í kjölfarið verður sett af stað kosning um hvort stjórn HH fái umboð til skipunar verkfallsstjórnar. Fáist slíkt umboð hjá félagsmönnum mun sú verkfallsstjórn sem stjórnin setur saman ákveða nánar um framkvæmd greiðsluverkfallsins. Eins og áður sagði fer kosningin fram með rafrænum hætti í kjölfar fundarins. Eftirfarnir staðir eru fundarstaðir:

Fundartími: 23. júní 2009 kl. 20:00

Reykjavík: Iðnó við tjörnina, tengiliður undirbúningsnefndin/ Guðrún Dadda

Keflavík: Frumleikhúsið Vesturbraut 17, Laufey Kristjánsdóttir

Akureyri: Um borð í Húna (Húni II), tengiliður Sigurbjörg Árnadóttir

Selfoss:  800 barinn, tengiliður Magnús Vignir

Golfhúsið Snússa á Flúðum, tengiliður Kristín Magdalena

-         

Alþingi

Gagnlegar upplýsingar

Leiðbeiningar í lánamálum heimilanna