Menu
RSS

Lánasamningi hafnað

Bréf til ríkissáttasemjara

 

Til ríkissáttasemjara

Borgartúni 21

105 Reykjavík

 

 

Hagsmunasamtök Heimilanna fara hér með fram á að Ríkissáttasemjaraembættið taki að sér að miðla málum í baráttu samtakanna f.h. íslenskra húsnæðisskuldara fyrir leiðréttingu á húsnæðislánum vegna forsendubrests í kjölfar efnahagshruns haustið 2008.

Það er sannfæring Hagsmunasamtaka heimilanna að leiðrétting stökkbreyttra höfuðstóla húsnæðislána sé í senn kjaramál, sanngirnismál og lykill að því að koma í veg fyrir upplausnarástand í samfélaginu. Þannig getur það sparað samfélaginu verulegan sársauka og beinan kostnað sem hlýtur að leiða af landflótta og öðrum upplausnaráhrifum. Að auki eru ýmir kostir því samfara að létta af almenningi þrúgandi óvissu um framtíðina hvað varðar húsnæði sitt. Vilji ríkisvaldið og fjármálakerfið sjá þróttmikið samfélag takast af samheldni á við þau verkefni sem eru framundan við endurreisn efnahagslífsins er lykil atriði að ganga hreint til verks með almennum aðgerðum eins og Hagsmunasamtök heimilanna leggja til.

Hagsmunasamtök heimilanna voru stofnuð 15. janúar 2009 til að berjast fyrir hagsmunum heimilanna í landinu gegn því óréttlæti sem felst í óbreyttri inheimtu á skuldum heimilanna. Samtökin hafa komið sjónarmiðum sínum á framfæri við stjórnvöld og almenning í landinu á margvíslegan hátt og lagt til margvíslegar umbætur. Stjórnvöld og lánastofnanir hafa þó daufheyrst  við málflutningi samtakanna að mestu og hætta er á að það stefni í mikla eignaupptöku á heimilum landsmanna þegar banni við nauðungarsölu verður aflétt 1. nóvember n.k.

Það er því þrautalending samtakanna að boða til greiðsluverkfalls 1. október n.k. til að knýja fram samninga um sanngjarna lausn á okkar baráttumálum. 23. júní s.l. var samþykkt ályktun sem felur í sér kröfur okkar og stuðning við greiðsluverkfall nái þær ekki fram að ganga með öðrum hætti.

Við teljum að greiðsluverkfall skuli lúta hliðstæðum reglum og önnur verkföll eftir því sem við verður komið en markmið þess er auðvitað að ná fram sanngjarnri lausn mála. Þess vegna förum við fram á að ríkissáttasemjari kveðji fulltrúa Samtaka fjármálafyrtækja (SFF), Landssambands lífeyrissjóða (LL) og Forsætisráðuneytisns f.h. stjórnavalda til samningaviðræðna um kröfur okkar og þegar verði hafist handa um gerð viðræðuáætlunar.

 

                                                        Reykjavík 28. ágúst 2009

 

                                                        f.h. Greiðsluverkfallsstjórnar Hagsmunasamtaka heimilanna

 

Fylgiskjöl:

Tillögur HH um bráðaaðgerðir vegna efnahagskreppunnar.

Samfélagssáttmáli Hagsmunasamtaka heimilanna.

Ályktun HH 23. júní 2009

Ályktun greiðsluverkfallsstjórnar

Ályktun greiðsluverkfallsstjórnar Hagsmunasamtaka heimilanna

Félagsmenn Hagmunasamtaka heimilanna fólu stjórn HH 23. júní 2009 að skipa greiðsluverkfallsstjórn og boða til greiðsluverkfalls í samræmi við ályktun félagsfunda sem haldnir voru í Reykjavík, Keflavík, á Selfossi, Egilsstöðum og Akureyri.

Greiðsluverkfallsstjórnin hefur verið skipuð og hún ákveðið að fyrsta skipulagða greiðsluverkfall sögunnar hefjist 1. október 2009 og standi í tvær vikur (næsta gr.verkfall ákveðið síðar).
Read more: Ályktun greiðsluverkfallsstjórnar

Kröfugerð

 

Kröfugerð Hagsmunasamtaka heimilanna

Kröfugerð þessi er byggð á ályktun funda um greiðsluverfall á vegum Hagsmunasamtaka heimilanna 23. júní 2009

  1. Lán sem hvíla á íbúðarhúsnæði með viðmiðun við gengi erlendra gjaldmiðla verði leiðrétt og yfirfærð í íslenskar krónur frá lántökudegi á gengi þess tíma.
  2.  Verðtryggð lán sem hvíla á íbúðarhúsnæði verði leiðrétt þannig að að verðbætur verði að hámarki 4% á ári frá 1. janúar 2008.
  3. Lagabreyting leiði til þess að ekki verði gengið lengra í innheimtu veðlána en að leysa til sín veðsetta eign.
  4. Lagabreyting leiði til þess að við uppgjör skuldar fyrnist eftirstöðvar innan 5 ára og verði ekki endurvakin.
  5.  Gerð verði tímasett áætlun um afnám verðtryggingar lána innan skamms tíma og vaxtaokur verði aflagt.

 

 

Fundur með ríkissáttasemjara og blaðamannafundur

Greiðsluverkfallsstjórn HH átti fund með ríkissáttasemjara Magnúsi Péturssyni kl. 9:00 föstudaginn 28. ágúst 2009. Á fundinn mættu fyrir hönd HH Þorvaldur Þorvaldsson formaður greiðsluverkfallsstjórnar, Ólafur Garðarsson varaformaður greiðsluverkfallsstjórnar, Gunnar Kristinn Þórðarson ritari, Elín Kjartansdóttir vararitari og Ragnar Þór Ingólfsson úr verkfallsstjórn og stjórn VR.

Ríkissáttasemjara var afhent bréf frá samtökunum með ósk um að hann miðlaði málum í tilvonandi samninga-viðræðum milli HH annarsvegar og ríkissins, Samtaka fjármálafyrirtækja og Landsambandi Lífeyrissjóða hinsvegar. Meðfylgjandi var kröfugerð samtakanna, ályktun frá félagsfunum HH 23. júní 2009 auk samfélagssáttmála HH og ályktunar greiðsluverkfallsstjórnar HH.

Read more: Fundur með ríkissáttasemjara og blaðamannafundur

Ræða formanns, Austurvelli 27. júní 2009

Fundarstjóri, ágætu fundarmenn.

„Ef vér slítum í sundur lögin, slítum vér og í sundur friðinn“

Sættir og málamiðlun í deilum eru lykilhugtök í friðarboðskap þeirra bókmennta sem skrifaðar voru á mestu ófriðartímum þjóðarinnar, þegar kristni var tekin upp á Íslandi árið 1000.  En hvernig skildu menn þess tíma hugtakið lög?  Lög voru alls ekki lagabókstafurinn fyrst og fremst; lögin voru samfélagið sjálft, hin siðræna undirstaða, rétt hegðun gagnvart náunganum, heiðarleiki.  Ef lögin voru slitin, ef samfélagið var brotið upp var ófriður skollinn á.  Nú hafa þessi varnaðarorð Þorgeirs Ljósvetningagoða orðið að raunveruleika á okkar tímum, þegar ráðamenn þjóðarinnar hafa „slitið í sundur lögin“.

Read more: Ræða formanns, Austurvelli 27. júní 2009

Alþingi

Gagnlegar upplýsingar

Leiðbeiningar í lánamálum heimilanna