Menu
RSS

Lánasamningi hafnað

Greiðsluverkfall - SKRÁNING

Með skráningu í greiðsluverkfall hjálparðu greiðsluverkfallsstjórn HH að meta þátttöku, væntanlegan árangur og þann þrýsing sem þessi aðgerð kann að setja á stjórnvöld og fjármálakerfið. Greiðsluverkfallið hefst 19. febrúar og er ótímabundið. Þetta er verkfallsvakt aðeins í þeim skilningi að aflað er upplýsinga. Engar kvaðir fylgja skráningu.

Stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna vill taka skýrt fram að ítrasta þátttaka er aðeins fyrir fjárráða fólk sem tekur fulla ábyrgð á eigin fjármálum og gera sér grein fyrir mögulegum afleiðingum fyrir eigin hag en jafnframt þeim ávinningi sem samtaða getur skapað. Tempraðri valkostir í þátttöku kunna að henta betur í mörgum tilfellum (sjá könnun neðar).

Þátttakendur telja sig í mörgum tilfellum neydda til þessara aðgerða vegna stökkbreytinga af völdum fjármálastofnana á venjulegum húsnæðislánum og flótta sömu aðila frá ábyrgð á því hruni sem þeir sjálfir skópu. Með þátttöku ertu einnig að sýna samstöðu með þeim sem geta ekki greitt af íbúðalánum sínum af áðurnefndum ástæðum.

GREIÐSLUVERKFALL hefst 15. nóv.

Annað greiðsluverkfall Hagsmunasamtaka heimilanna hefst 15. nóv. og stendur til 10. des. 2009.

Helstu kröfur Hagsmunasamtaka heimilanna eru:
1. Leiðrétting höfuðstóls lána.
2. Afnám verðtryggingar.
3. Að veð takmarkist við veðandlag.
4. Að skuldir fyrnist á 5 árum.

Svona getur þú tekið þátt!
- Með því að greiða ekki af íbúðar- og bílalánum frá 15. nóvember til 10. desember.
- Með því að taka út innistæður úr bönkum. Kaupþingi, Íslandsbanka, Landsbanka.

Boðað til greiðsluverkfalls 15. nóv til 10 des 2009

Greiðsluverkfallsnefnd HH hefur að vel ígrunduðu máli ákveðið að boða til GREIÐSLUVERKFALLS FRÁ 15. NÓV. TIL 10. DES. 2009.

Að mati stjórnar HH hefur á engan hátt verið svo mikið sem nálgast kröfur Hagsmunasamtaka heimilanna um leiðréttingu höfuðstóla íbúðalána heimilanna hvað þá leiðréttingu á öðrum neytendalánum eða endurskoðun á verðbreytingarákvæðum íbúðalána og útreikningum verðtryggingar. Hvorki stjórnvöld, Samtök fjármálafyrirtækja né Landssamband lífeyrissjóða hafa tekið boði samtakanna um samningaviðræður.

Read more: Boðað til greiðsluverkfalls 15. nóv til 10 des 2009

Greiðsluverkfall - hvernig gerumst við þátttakendur

Greiðsluverkfallið snýst ekki bara um að draga greiðslur eða hætta að borga. Þátttakendur geta gefið margvísleg skilaboð til ráðamanna til að mótmæla ósanngjarnri hækkun höfuðstóla í gegn um verðtryggingu og gengistryggingu.

  • Segja má upp greiðslukortum og greiðsluþjónustu bankanna
  • Takmarka má greiðslur viðgreiðsluáætlun
  • Taka má út innistæður (sérstaklega úr ríkisbönkum)

Mörg þúsund lántakenda eru hættir að greiða ýmist af því þeir geta það ekki, þeir sjá engan tilgang með því eða þeir hafa einfaldlega misst list á að henda fé sínu í svarthol svikamyllunnar. Greiðsluverkfallið er ekki bara fyrir skuldara, fjármagnseigendur geta líka tekið þátt með úttektum fjármuna. Það er líka alveg spurning hvort þeir þurfi ekki að passa peningana sína og taka þá út. Stór hópur skuldara eiga líka smá pening sem þeir hafa lagt til hliðar. Fyrsta greiðsluverkfallið verður aðeins 15 dagar en það býður ekki upp á að nokkur maður lendi í vanskilum af því tagi sem leiða til innheimtuaðgerða.

Til ráðamanna fjármálastefnu
Þessi umferð greiðsluverkfallsins er fyrst og fremst skilaboð til ráðamanna fjármálastefnunnar í landinu. Við ætlum ekki að greiða stökkbreytta höfuðstóla. Annað hvort greiðum við aðeins þær skuldir sem stofnað var til eða greiðsluviljinn gufar upp eins og dæmin sanna. Hvort viljið þið?

Við erum ekki sátt við að talað sé um að skuldir sem búnar eru til úr lofti, lendi á skattgreiðendum ef við greiðum þær ekki. Sá áróður er óheiðarlegur. Verðtryggð innlán eru aðeins brot af verðtryggðum útlánum. Hættið að tefla fram gamla fólkinu sem sérstökum skjólstæðingum verðtryggingarinnar. Það er ómaklegt. Segið sannleikann um hvað þið eru raunverulega að verja.

Alþingi

Gagnlegar upplýsingar

Leiðbeiningar í lánamálum heimilanna