Menu
RSS

Lánasamningi hafnað

Ámælisverð vinnubrögð

Ef þú vilt koma á framfæri upplýsingum um ámælisverð vinnubrögð sendu okkur póst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Ólíkar útfærslur á "sömu" 110% leiðinni
Skuldaleiðréttingar skv. 110% leiðinni virðast fara fram með mismunandi hætti með þeim afleiðingum að fólk er að fá mismiklar leiðréttingar. Þannig munar sem dæmi 10 mílljónum króna á milli íbúða, sem keyptar voru í sama húsi, á svipuðum tíma og fyrir svipaða upphæð. Að leiðréttingu lokinni stendur annað lánið í 36 milljónum en hitt í 26 milljónum króna. Skýringin - jú, sá sem fékk 10 milljón króna hærri leiðréttingu naut þess að vera með eitt 100% íbúðalán og 20 milljón króna hámarksleiðréttingu fyrir sambúðarfólk/hjón, auk þess sem sú niðurfærsla tók mið af fasteignamati. Í hinu tilvikinu, er tekið mið af verðmati fasteignar og hármarksleiðrétting fyrir sambúðarfólk/hjón einungis 7 milljónir. Þá voru gerð þau "mistök" að taka ekki 100% lán heldur greiða hluta af kaupverðinu með eigin sparnaði. 

Þetta er aðeins eitt dæmi af mörgum hvernig "sama" 110% leiðin er að skila afar ólíkri leiðréttingu í krónum talið þrátt fyrir svipaðar forsendur.

Nýr lánasamningur gildir ekki án undirskriftar þinn

Brögð eru að því, að nýir lánasamningar vegna endurútreikninga séu gefnir út og settir í innheimtu, án þess að lántaki hafi staðfest þá með undirskrift sinni. Ástæðan virðist sú, að lánveitandinn telur það ónauðsynlegt með vísan í lög eða skýringar á borð við þær að ekki sé í raun um nýtt lán að ræða. Þetta telja Hagsmunasamtökin ámælisverð vinnubrögð. Ekki er leyfilegt að breyta forsendum láns án þess að nýr lánasamningur sé gerður og undirritaður af báðum aðilum, lánveitanda og lántaka.

Enn fremur eru staðfestar heimildir fyrir því, að SP-Fjármögnun sé enn að rifta einhliða umdeilda samninga og hóta vörslusviptingum, þrátt fyrir að dómstólar hafi staðfest ólögmæti slíkra innuheimtuaðferða. Dæmi eru um, að kalla hafi þurft eftir lögregluaðstoð til að hindra löglausar vörslusviptingar og eru félagsmenn hvattir til að hvika í engu frá lögvörðum rétti sínum þegar svo ber undir.

Ógilding á lánsábyrgð

Ábyrgðarmenn á lánum - að losna undan ábyrgð

Samtökin vilja benda félagsmönnum á að mögulega er hægt að komast alveg undan ábyrgð ef ekki hefur farið fram greiðslumat hjá ábyrgðaraðila.
Vísað er til greinar í Morgunblaðinu sem JÁS lögmenn sendu frá sér í 26. september 2009.

Þar sem réttindi ábyrgðarmanna á lánum eru enn í brennidepli, er full ástæða til að rifja upp helstu atriði greinarinnar, en skv. henni þurfa
eftirtalin skilyrði fyrir ógildingu ábyrgða einstaklinga að vera til staðar:

  • Að lán / fjárhæð sé yfir einni milljón (og ekki á milli hjóna).

  • Útgáfudagur sé eftir gildistöku ,,Samkomulags um notkun ábyrgða á skuldum einstaklinga" , hinn 1. nóv. 2001. (Lög nr. 32/2009 tóku síðan gildi sem leystu samkomulagið af frá og með gildistöku laganna, vegna nýrra lána frá þeim tíma.)

  • Um sé að ræða einstakling sem lántakanda (ekki fyrirtæki / hlutafélag).

  • Greiðslumat skuldara hafi ekki farið fram.


Eins er hægt að heyra í ,,umboðsmanni viðskiptavina" í viðkomandi banka, eða starfsmanni með sambærilegt hlutverk.

Smelltu hér til að sækja greinina í heild sinni.

ábyrgðaraðila

Erlendu láni haldið óbreyttu

Heimild til að halda láni sem “erlendu láni”

Samtökin vilja benda fólki á að telji það sig betur statt með upphaflegt lán á gengi erlendra gjaldmiðla, þá er ákvæði c. (XII) í 2. gr laga151/2010 sem heimilar lántakanda að skipta yfir í slíkt löglegt lán.

“Ef í lánssamningi er kveðið á um ólögmæta verðtryggingu í formi gengistryggingar skal með samningi kröfuhafa og skuldara vera heimilt að færa höfuðstól lánsins í erlendar myntir eins og um gilt erlent lán hafi verið að ræða frá stofntíma kröfunnar. Falla þá niður heimildir til leiðréttingar greiðslna og höfuðstóls samkvæmt öðrum ákvæðum laganna. Heimild þessi gildir í 90 daga frá gildistöku laga þessara og skal staðfest með skriflegum og sannanlegum hætti.”

Endurupptaka á eignasviptingu

Endurupptaka heimil vegna gengistryggðra lána

Þeir sem hafa verið sviptir eignum með fjárnámi eða nauðungarsölu vegna vanskila á gengistryggðu láni, eða verið úrskurðaðir gjaldþrota af þeim sökum, geta átt rétt á endurupptöku slíkra mála fyrir dómstólum.


Vakin er sérstök athygli á því að frestur til að skila inn beiðni um endurupptöku rennur út 29. september 2011. Heimild fyrir endurupptöku eignasviptingar á grundvelli ólögmætra gengistryggðra lána er í XIII. bráðabirgðaákvæði við lög nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu. Ákvæðið gildir í níu mánuði frá gildistöku bráðabirgðaákvæðisins eða til 29. september næstkomandi og gildir fyrir öll lán sem voru ólöglega gengistryggð. Gildir þá einu hvort um fasteignakaup var að ræða, bílakaup eða hvað annað.

Ákvæðið er svohljóðandi:
Ef gengið hefur dómur um kröfu samkvæmt lánssamningi með óheimilli gengistryggingu skal endurupptaka heimil skv. XXIII. kafla laga um meðferð einkamála, nr. 91/1991, án tillits til þess hvort tímafrestir séu liðnir samkvæmt ákvæðum 137. gr. sömu laga. Sama skal gilda um úrskurði um gjaldþrotaskipti. Skuldara er jafnframt heimilt að óska eftir endurupptöku fullnustugerða hafi slíkar gerðir farið fram á grundvelli lánssamninga sem höfðu að geyma ólögmæt ákvæði um gengistryggingu. Heimildir til endurupptöku samkvæmt þessu ákvæði falla niður að liðnum níu mánuðum frá gildistöku laga þessara.

110% leiðin

Fyrir þá sem eru að skoða 110% leiðina

Varðandi mat á húseign fyrir þá sem eru að íhuga að gangast inn á 110% leiðina vilja samtökin benda fólki á að láta reyna á að stuðst verði við mat hjá FMR, fasteignamati ríkisins, því fasteignasalar geta metið eign með mjög miklum mismun og hærra en eignin myndi seljast á ef til þess kæmi.

Eins hvetja hagmunasamtökin fólk til að láta reyna á að semja við bankann um 70-90% af höfuðstól eða miðað við hvað viðkomandi telur sig vera búinn að greiða af upphaflegum höfuðstól láns í íslenskum krónum frá lántökudegi að frádregnum afborgunum hingað til.

Alþingi

Gagnlegar upplýsingar

Leiðbeiningar í lánamálum heimilanna