Menu
RSS

Við borguðum 1983 - við eigum ekki að borga aftur.

Innsend grein frá félagsmanni í Hagsmunasamtökum heimilanna:

"Í júlí 2008 tók ég lífeyrissjóðslán upp á rúmar 27 milljónir, í dag er lánið komið í 30,5 miljónir, þetta kallast verðtrygging. Það hafa engir talað um að hætta að borga vexti, en verðtrygging á lánum er vond og ósanngjörn.  Ég vona   að núverandi stjórn komi ekki með sömu lausn og á níunda  áratugnum þ.e. ný lán handa fólkinu sem er í erfiðleikum, þá gerist það aftur að fólkið borgar brúsann." (Kolbrún Þorleifsdóttir)

Ég vil taka undir orð Gunnars Tómassonar  hagfræðings sem var í viðtali í Silfri Egils 1. feb síðastliðinn. Hann talaði um afnám verðtryggingar á launum 1983 sem varð til þess að fjöldi fólks lenti í vanskilum vegna óðaverðbólgu. Hans orð voru; "Verstu hagstjórnarmistök í sögu lýðveldisins"

Þá varð til hinn svokallaði Sigtúnshópur með Ögmund Jónasson í fararbroddi, sem barðist fyrir því órettlæti sem lamdi á þjóðinni með þeim afleiðingum að fjöldi fólks missti húsnæði sitt og urðu margir gjadþrota. Ég var í þeim hópi sem lenti í vandræðum en náði að selja áður en að gjaldþroti kom, en stóð uppi með töluverðar skuldir. Þá kom lausnin, veitt voru hin svokölluðu greiðsluerfileikalán sem voru verðtryggð og með 3,5%. Ég fékk 600 þúsund krónur í lán í mars 1989 og í dag stendur lánið í 1150 þúsund krónum, 20 árum seinna er ég enn að borga. Ætlar þessu ekki að linna?

Erum við í sömu sporum í dag eða jafnvel verri?

Í júlí 2008 tók ég lífeyrissjóðslán upp á rúmar 27 milljónir, í dag er lánið komið í 30,5 miljónir, þetta kallast verðtrygging. Það hafa engir talað um að hætta að borga vexti, en verðtrygging á lánum er vond og ósanngjörn.  Ég vona   að núverandi stjórn komi ekki með sömu lausn og á níunda  áratugnum þ.e. ný lán handa fólkinu sem er í erfiðleikum, þá gerist það aftur að fólkið borgar brúsann.

Nú er nóg komið, við verðum að láta peningamennina og fjármálastofnanir borga líka, þeir geta ekki endalaust tryggt fjármagn með verðbótum. þeir verða að axla ábyrgð líka og bera áhættu á sínu fjármagni.

Verum nú flott, gerum tillögu Gunnars sem hann sagði frá í Silfri Egils  að okkar - setjum allar áfallnar verðbætur frá 1. júlí 2008 og allar verðbætur 2009 í aðlögunarsjóð, afnemum  svo verðtryggingu á lánum um áramótin 2009-2010.

Atvinnu málin eru í rúst, talað er um að efla nýsköpun en hvergi er minnst á að auka nýliðun í sjávarútvegi. LÍÚ og vinir sitja á kvóta og braska með hann, hvaða réttlæti er það? Þeir hafa farið með marga milljarða út úr sjávarútveginum, svikið og prettað. Orðrómur götunnar segir að 600 milljarðar hafi verið teknir út úr sjávarútveginum, hvar er það fé í dag?
Nú er lag - allir landsmenn eiga rétt á kvóta eða aflaheimild. Sem dæmi: 50 tonna þorskígildi geta framfleytt fimm manna fjölskyldu. Væri ekki gott að viðbótarkvótinn, 30.000 tonnin, færu í sameiginlegan sjóð og allir smábátar gætu fiskað á handfæri,  allur afli færi í vinnslu í landi. Þetta eru 600 smábátar, geri aðrir betur.

Þetta hefði margfeldisáhrif í störfum við sjávarútveg. Umhverfisvæn veiði og verðmætari afli.

Kolbrún Þorleifsdóttir

Alþingi

Gagnlegar upplýsingar

Leiðbeiningar í lánamálum heimilanna