Menu
RSS

Sigrún Ægisdóttir

Mín saga er löng og ströng en ég skal segja undan og ofan af henn. Ég er í eigin rekstri og hef unnið myrkrana á milli vægast sagt í mörg ár. Ég hef rekið Hársögu sem hársnyrtistofa á Radisson Sas Hotel sögu, síðan 1982. Árið 2005 opna ég útibú í miðbænum, þar sem aðgengi að fjármagni var gott, átti fínt hús skuldlaust næstum því fasteignaverð hafði stígið uppúr öllu valdi, þannig að ég var mjög góður kostur fyrir bankana að lána peninga. Ég átti peninga sem ég hafði safnað mér 4,000,000 og fékk 9.000.000 hjá landsbankanum heildarkostnaður við að koma litla fyrirtækinu upp voru 13,000,000.

Ég hef lokað í miðbænum þar sem leigan var vísutölutryggð og alltof há og svona smárekstur stendur ekki undir slíku . Sem ábyrðarmaður sit ég uppi með lán frá fyrirtækinu þó að það hafi farið í gjaldþrot ég sit líka uppi með yfirdrátt sem ég var komin með til topp til að redda og redda og látum vörsluskattin vera sem ég er ábyrg fyrir líka. Nú í dag er ég einstæð móðir með þrjú börn keypti manninn út úr húsinu fyrir myntkörfulán og er með alla ábyrð á mér útaf fyrirtækinu. Myntkörfulánið setti bankinn í frystingu þangað til 1. mars nk. hvað gerir maður þá?
 
En lánið sem ég tók fyrir fyrirtækið uppá 9.000.000 stendur enn í því sama þó að ég sé búin að borga í rúm 4 ár yfir 160.000 á mánuði, hvernig er það hægt ég hef verið í viðræðum við bankann og er komin í vanskil með lánið og þá kemur intrum til sögunna, mér finnst þetta skelfilegt hvað ég er að borga í vexti og kostnað. Síðan eiga eftir að koma vextir af skatti og fleira. Maður þarf að setja sjálfan sig á hausin . En það er ekki það sem ég vil ,ég vil halda haus en fyrir hvern?
 
Þetta er svona brotabrot af því helsta og ég vinn aldrei minna en 60 tíma á viku vonandi verður tekið á málum sem þessum og fólki sem berst áfram hjálpað.
 
Með kærri kveðju
Sigrún Ægisdóttir

Alþingi

Gagnlegar upplýsingar

Leiðbeiningar í lánamálum heimilanna