Menu
RSS
Fundir

Fundir (19)

Framboð til stjórnar HH

Aðalfundur HH 2011 verður 31. mars nk. (fimmtudagskvöld kl. 20 - 22) í Sjómannaskólanum við Háteigsveg. Undirbúningsnefnd aðalfundar auglýsir hér með eftir framboðum til stjórnar. Stjórn HH hvetur félagsmenn eindregið til að stíga fram og taka beinan þátt í að móta þau skilyrði sem íslensk heimili búa við. Í stjórn sitja 7 stjórnarmenn og 7 varamenn. Stjórnin skiptir með sér verkum, velur sér formann o.s.frv. Sjá nánar í samþykktum samtakanna.

Framboð til stjórnar eru birt á heimasíðu samtakanna. Frambjóðendur, vinsamlega sendið inn kynningartexta og mynd (sjá dæmi frá 2010 hér) á netfang samtakanna This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Kynningar frambjóðanda mega innihalda hlekki á efni/blogg er kann að vera á vefnum. Slíkt getur hjálpað félagsmönnum að kynna sér frambjóðendur betur.

Read more...

Heimavarnarliðið boðar til aðgerða

Heimavarnarliðið boðar til friðsamlegra aðgerða gegn útburði heimilisfólks að Laufásvegi 65, 101 Reykjavík kl. 13.30 þriðjudaginn 2. nóvember 2010. Almenningur er hvattur til að mæta og taka sér stöðu með heimilisfólki og liðsmönnum Heimavarnarliðsins og verja heimilið gegn útburðarmönnum.

"Nú er komið að því að þeir sem skráðir eru í þennan hóp Heimavarnarliðsins á Facebook sýni hug sinn í verki. Mætum öll og sýnum baráttuanda og samstöðu. Látum það ganga!" segir í tilkynningu frá Heimavarnarliðinu.

 

Read more...

Hæstiréttur - gengistrygging - fyrirtaka 2. júní

Vakinn er athygli á því að málflutningur verður í tveimur málum er fjalla um gengistryggingu lána í Hæstarétti Íslands miðvikudaginn 2. júní. Dómsuppkvaðning er nokkrum vikum síðar, vonandi fyrir lok mánaðarins. Svo virðist sem málin tvö verði flutt samtímis samkvæmt neðangreindu.

02.06 - kl. 9:00 - Dómsalur I
92/2010 Óskar Sindri Atlason (Björn Þorri Viktorsson hrl.) gegn SP. fjármögnun hf. (Sigurmar K. Albertsson hrl.)

Lestu nánar um SP-fjármögnunar-málið hér.

02.06 - kl. 9:00 - Dómsalur I
153/2010 Lýsing hf. (Sigurmar K. Albertsson hrl.) gegn Jóhanni Rafni Hreiðarssyni og Trausta Snæ Friðrikssyni (Ragnar Baldursson hrl., Ólafur Rúnar Ólafsson hdl.)

Lestu nánar um Lýsingarmálið hér.

Read more...

Borgarafundur í Reykjanesbæ

Hagsmunasamtökum heimilanna hefur borist eftirfarandi tilkynning:

Borgarafundur: lausnir fyrir lántakendur
Lausnir fyrir lántakendur
Lækkuð greiðslubyrði * Afskriftir lána * Réttarstaða lántakenda

Borgarafundur á Ránni í Reykjanesbæ, þriðjudaginn 4. maí kl. 20:30-22:00

* Árni Páll Árnason, félags- og tryggingamálaráðherra, fer yfir skuldastöðu heimla, fjallar um bætta réttarstöðu skuldara og bendir á lausnir sem henta mismunandi hópum (30 mín)
* Spurt og svarað (60 mín)
* Lögfræðingur og ráðgjafi frá Ráðgjafastofu um fjármál heimilanna verða til viðtals

Allir velkomnir

í boði Félags- og tryggingamálaráðuneytisins

Read more...

Alþingi götunnar heldur sínu striki

Nýtt Ísland hefur ákveðið að draga sig út úr samstarfi um Alþingi götunnar. Í fréttatilkynningu frá NÍ kemur fram hörð gagnrýni á samráðsstjórn AG, ásakanir um vinstri slagsíðu ofl. HH og NÍ höfðu samstarf um fundi á Austurvelli í vetur en síðar var ákveðið að hleypa fleirum að samstarfinu undir merkjum Alþingis götunnar.

Að sögn Gurðúnar Döddu Ásmundardóttur, forsvarsmanns AG og stjórnarmann HH, hefur úrsögn NÍ ekki neinar breytingar í för með sér á þeirri dagskrá sem þegar hefur verið ákveðin á morgun laugardaginn 20. mars.

Hvað Hagsmunasamtök heimilanna varðar er ekkert annað í stöðunni að svo stöddu en að virða ákvörðun NÍ, þakka fyrir samstarfið á liðnum mánuðum og óska þeim velfarnaðar.

 

Read more...

Alþingi götunnar - tilkynning frá undirbúningsnefnd

Laugardaginn 6 mars kl. 14 stígur fólkið í landinu skref í átt að sanngjörnu Íslandi með kröfugöngu niður Laugaveginn þar sem endað verður á Austurvelli kl. 15 og þá verður Alþingi götunnar stofnað formlega með úti- og samstöðufundi.

Við hvetjum alla til að mæta með hljóðfæri eða annað sem gefur frá sér hljóð, að mæta með kröfuspjöld og hvetja allt sitt fólk til að koma með og fjölmenna sem aldrei fyrr. Nú verður bærinn fullur af erlendum fjölmiðlum. Því er  mikilvægt að við stöndum saman um að skapa mikla athygli í kringum kröfugönguna því það er athygli sem stjórnvöld kæra sig ekki um á kosningadaginn. Þeim verður ekki leyft að gleyma því að heimili landsins blæða.

Undirbúningsnefnd Alþingi götunnar hefur fengið aðgang að grasrótarhúsinu að Höfðatúni 12 þar sem fólki er velkomið að mæta með efnisvið til gerða kröfuspjalda og taka þátt í undirbúningnum. Við verðum þar næstu tvö kvöld við að undirbúa.

Hlökkum til að sjá ykkur og sem flesta á laugardaginn,

Undirbúningsnefnd Alþingi götunnar

Read more...

Göngum til Alþingis götunnar 6. mars

HLEMMUR TIL AUSTURVALLAR
6. MARS. KL. 14:00

Gerum næsta laugardag að sögulegum degi. Fjölmennum við formlega stofnun Alþingis götunnar. Grasrótarsamtök sem hafa sameiginlega ást á lýðræðislegum gildum og valdi fólksins yfir eigin lífi, þ.á.m. HH, hafa tekið sig saman um að standa fyrir göngu niður Laugaveginn frá Hlemmi kl. 14.

Gangan endar á Austurvelli þar sem Alþingi götunnar verður formlega til. Erlendir fjölmiðar senda fjölda fréttamanna til landsins til að fylgjast með þjóðaratkvæða-greiðslunni. Gefum þeim myndefni, gefum þeim eitthvað sýnilegt til að fjalla um. Gefum lýðræðishugsjónum byr undir báða vængi. Gefum skýr skilaboð til umheimsins, lýðræðið er númer eitt, valdið er fólksins.

Read more...

Útifundur á Austurvelli Laugardaginn 28.11 kl. 15

OKKAR TÍMI ER KOMINN!

KREFJUMST RÉTTLÆTIS STRAX!

SAMEINUMST Í GREIÐSLUVERKFALLI

Hin nýja kjarabarátta er hafin – lánakjarabaráttan

GREIÐSLUVERKFALL ER OKKAR VOPN


ÚTIFUNDUR á Austurvelli

Laugardaginn 28.11 kl. 15

Ræðumenn: Ólafur Garðarsson varaformaður HH, Björn Þorri Viktorsson hdl., Lúðvík Lúðvíksson Nýtt Ísland
Kröfurnar eru skýrar og framkvæmanlegar
  1. Engar afskriftir – eingöngu réttlátar leiðréttingar 
  2. Lán sem hvíla á íbúðarhúsnæði með viðmiðun við gengi erlendra gjaldmiðla verði leiðrétt og yfirfærð í íslenskar krónur frá lántökudegi á gengi þess tíma.
  3. Verðtryggð húsnæðislán leiðréttist þannig að verðbætur verði að hámarki 4% á ári frá 1.1.’08.
  4. Lög um að ekki verði gengið lengra í innheimtu veðlána en að leysa til sín veðsetta eign.
  5. Lög um að við uppgjör skuldar fyrnist eftirstöðvar innan 5 ára og verði ekki endurvakin.
  6. Gerð verði tímasett áætlun um AFNÁM VERÐTRYGGINGAR lána hið fyrsta og vaxtaokur verði aflagt.

Heimili þitt er þess virði að berjast fyrir
Skráðu þig á heimilin.is
Hagsmunasamtök heimilanna og Nýtt Ísland
Read more...
Subscribe to this RSS feed

Alþingi

Gagnlegar upplýsingar

Leiðbeiningar í lánamálum heimilanna