Menu
RSS

Lánþegi hjá Arion ekki sáttur við lausnirnar

Mig langar að benda  á mitt sjónarhorn varðandi húsnæðislán út frá “nýjustu lausnum”  Kb/Arion banka....
En til að gera langa sögu stutta, þá t.d skuldaði ég c.a. 40% af markaðsvirði í húsinu mínu á sínum tíma...  Svissaði síðan yfir í erlent... skuldaði enn 40%.  Svo hrynur allt eins og þjóðin þekkir...  Í dag á ég ekkert, get ekki selt húsið mitt, fasteignaverðið hrunið...  eins og svo margir aðrir.
Síðan kemur hér eitt mikilvægt atriði... FASTEIGNAMAT RÍKISSINS HÆKKAR FASTEIGNAMAT Á HÚSINU MÍNU ÚR 53 MILLUM Í 69 MILLUR  á þessu ári.  Ég kvarta á þeim forsendum að ég búi ekki í fullbúni húsi, á eftir að klára hjá mér neðri hæðina, og bílskúr, ekki komin endanleg gólfefni, flísalagnir á böðum ekki búnar og annað.  Fæ svarbréf í vikunni um að matið upp á 69 millur standi,  þeir séu með kaupsamninga á öðrum húsum í mínu hverfi (Salahverfi í Kópavogi) sem hafi selst á svo og svo mikið á þessu ári.  (Ég fæ nákvæmt yfirlit yfir hvaða hús og verðið á þeim).


Ég hef ekki og skulda ekki annað en húsið mitt (einu sinni bara hluta þess...)  og námslán,  er ekki “sukkari” með vísaþenslu og bílalán.....  Með þessum leik fasteignamatsins,  sem kemur á fáránlegum tíma því það er ekki hægt að tala um “markaðsvirði” þar sem ekkert selst....  og þá síður þar sem ekkert selst í beinni sölu, því við vitum jú að ef fólk reynir að selja einbýli í dag, þarf það að taka kannski fyrst raðhús uppí, svo 4. herb íb og svo koll af kolli....  og hvers virði er húsið þá orðið.  Fasteignamat er ekki að taka mið af svona stöðu.

En það að Fasteignamatið geri þetta gerir það að verkum að ég sem alltaf hef reynt að standa í skilum á ENGA VON HJÁ BANKANUM MÍNUM   því mv. Gamla matið var 110% skuldsetning  míns húss innan við 60 millur en miðað við nýja matið  er það um 76 millur.......   Arion banki getur ekki komið með svona fáránlega útreikninga....  að hegna fólki fyrir það hvernig fasteignamatið á húsum þess standi  Í AUGNABLIKINU....   Nýtt mat kemur og fólk er bara tekið af lífi.....

Nú hugsar maður bara... Ég er heppin að því leiti að við hjónin erum vel menntuð og eigum góða möguleika á að fá fína vinnu erlendis...;-(    T.d. í þeim löndum þar sem við höfum stundað nám.... Þeir geta þá bara hirt helv... kofann.
Ég vil hins vegar ekki þurfa að hugsa svona,  því ég kalla á sanngjarna meðferð.....    Það verður að fara að láta  bankana og ríkisstjórnina HÆTTA Í EITT SKIPTI FYRIR ÖLL að leika sér svona með líf fólks.  Þ.e. að koma  með eina lausn í dag sem engan vegin er hugsuð til enda... Er einum til góðs en tekur allt af öðrum í staðinn.  Það þarf  eina heildarlausn þar sem ALLRI SITJA VIÐ SAMA BORР T.d. að bæði erlend lán og íslensk verði færi til 1. jan 2008 og allt sett bara yfir í eina tegund af lánum frá og með þeim degi......
Það á líka ekki að skipta máli í hvaða banka fólk er......  Það verður aldrei sátt öðruvísi!

 

Lánþegi Arion banka

Last modified onThursday, 28 February 2013 22:03
back to top

Alþingi

Gagnlegar upplýsingar

Leiðbeiningar í lánamálum heimilanna