Menu
RSS

Sögur úr greiðsluverkfalli - Verum kurteis Featured

Okkur eru að berast töluvert af frásögnum af viðskiptum fólks við bankastofnanir í geiðsluverkfallinu. Nokkur vandræðagangur hefur verið með að fá greiddar úttektir hjá gjaldkerum og okkur borist nokkrar frásagnir af því. Stjórn HH vill beina þeim vinsamlegu tilmælum til almennings að sýna bankastarfsmönnum ávallt fyllstu kurteisi. Þeir sem verða fyrir ósanngirni af hálfu fjármálastofnunar hugleiða að sjálfsögðu hvort þeir haldi áfram viðskiptum við það tiltekna fyrirtæki. Það segir sig sjálft.

Hjá sumum hafa peningar verið dregnir af reikningum til greiðslu lána áður en laun bárust inn á reikninga þeirra. Þarna virðist smá taugatitringur á ferðinni. Við skulum bara halda ró okkar og hugleiða að einfaldlega "kjósa með fótunum" eins og stundum er sagt. Það er nægur tími, innistæður eru tryggðar upp að 3 milljónum eða þar um bil.

Við auglýsum hér með eftir frásögnum af viðskiptum og þær má skrá sem athugasemdir/umsagnir við þessa grein. Vinsamlega greinið frá nafni stofnunar en EKKI frá nöfnum starfsmanna. Við munum fylgjast með athugasemdum og taka út opinberar birtingar starfsmanna þar sem birting nafna geta brotið í bága við persónuvernd auk þess sem það væri einfaldlega ósanngjarnt. Höfum hugfast að aðgerðir beinast ekki gegn "starfsmanni á plani" heldur stjórnendum þessara stofnana og þeim sem bera ábyrgð á þeim.

Last modified onThursday, 28 February 2013 22:03
back to top

Alþingi

Gagnlegar upplýsingar

Leiðbeiningar í lánamálum heimilanna