Menu
RSS

Gréta Jónsdóttir spyr "hvað er hægt að gera?"

Ég er yfir mig þreytt á Íslenskum stjórnvöldum, breytingar sem þau eru að gera til hjálpar heimilnunum koma eingöngu broti heimila til hjálpar.  Innheimtukerfið sem er leyfilegt hér á Íslandi er algjörlega fáránlegt.  Eftir að þak var sett á innheimtuþóknanir þá er bara farið í kringum það eins og allt annað. 
Áður fyrr þegar ég lenti í vandræðum með afborganir af námslánum hjá LÍN þá var hver gjalddagi settur í innheimtu en nú er höfuðstóll gjaldfelldur með tilheyrandi kostnaði.  Síðasta afborgun hjá mér var uþb 70.000 en lögfræðikostnaður hjá Juris er 68.000, þetta bara gengur engan veginn upp.  Dóttir mín skuldar Tryggingamiðstöðinni kr Lögheimtunnar í október.  Í dag eru þessar 20.000 kr 118.000 kr og verið að bjóða íbúðina hennar upp.  Bifreiðatryggingar og brunaiðgjald er rúm 120.000 en heildarstaðan er nú 350.000.  Hvernig er þetta hægt?  Af því að hún á tvær íbúðir, önnur í sölu þá gilda ekki nýju lögin um frestun uppboða.  Þau gilda aðeins um íbúðina sem hún býr í og það þarf að sækja um þetta til Sýslumanns.  Ég fór að athuga með nauðasamninga fyrir hana og komst að því að þeir eru algjörlega gagnslausir.  Þetta eru ekki nauðasamningar af því að bankarnir fá ALLT sitt.  Hún getur samið um að borga 70% af skuldum en þá verð ég sem ábyrgðarmaður að greiða 30%.  Auðvitað vill hún ekki að það gerist og reynir því að berjast áfram.  Hún er öryrki með erfiðan gigtarsjúkdóm, ein með tvö börn, staðan er algerlega vonlaus.

Hvað er hægt að gera?
Last modified onThursday, 28 February 2013 22:03
back to top

Alþingi

Gagnlegar upplýsingar

Leiðbeiningar í lánamálum heimilanna