Menu
RSS

Ég er Ísland í hnotskurn

Í hinu smáa endurspeglast hið stóra.

Ég veit varla hvar ég á að byrja en það er viðlíka og ég hafi orðið fyrir stórfelldum þjófnaði, og þegar ég er enn að uppgötva hve miklu var stolið, þá berst mér ábyrgðarbréf frá þjófunum þar sem þeir heimta að ég borgi þeim þýfið sem þeir hafa stolið frá mér auk vaxta og verðbóta, miðað við þá háu verðbólgu sem þeir hafa skapað.

Hvað hef ég svo til saka unnið, jú ég byggði hús á þeim tíma sem þjófarnir höfðu gert íslenskt efnahagslíf að risastóru spilavíti, án þess að láta okkur hin vita af því, mér reiknast svo til að vegna gengishrunsins og verðbólgunnar og hrun fasteignamarkaðarins þá hafi ég tapað svona 25 til 30 milljónum króna, og þá eru ótaldir vextir og verbætur framtíðar.

Hverjir eru svo þessir þjófar sem í dag eru að ganga hart fram í að rukka mig fyrir þýfinu sínu? Jú það eru stjórnvöld, sem lokuðu augunum og leyfðu eigendum bankanna og stjórnendum bankanna að fara sínu fram í skjóli nætur (bankaleyndar.) Stjórnmálaflokkar og valið áhrifafólk fékk hluta af þýfinu, sem laun fyrir að þegja og taka þátt í glæpnum.

Eins og þetta sé svo sem ekki nóg, nei þetta er ekki búið enn, í dag, eru í gangi viðræður, þar sem er verið að yfirfæra skuldir þjófanna erlendis yfir á okkur, hinn almenna borgara, skuldir sem tengjast á engan hátt okkur, enginn veit hve háar skuldir þetta eru, en svo háar samt að stjórnmálaforingjar úti um allan heim, keppast við að segja, við erum allavega ekki eins slæm og Ísland, við skulum passa okkur á því að verða ekki eins og ísland og viðlíka athugasemdir.

Ég er tilbúin til að mæta á austurvöll undir kröfunni við borgum ekki, hvað með þig?

Hver er ég?

Ég er Ísland í hnotskurn.

Signý Hafsteinsdóttir

Last modified onThursday, 28 February 2013 22:03
back to top

Alþingi

Gagnlegar upplýsingar

Leiðbeiningar í lánamálum heimilanna