Menu
RSS

Guð blessi heimilin: Borgarafundur í Háskólabíói

Guð blessi heimilin
Okurvextir og verðtrygging, mesta böl þjóðarinnar

Undir þessari yfirskrift og í tilefni þess að 9 ár verða liðin frá bankahruninu, hafa Verslunarmannafélag Reykjavíkur (VR) og Verkalýðsfélag Akraness (VLFA), boðið Hagsmunasamtökum heimilanna (HH) og öllum landsmönnum til opins fundar laugardaginn 7. október milli 14:00 og 16:00 í Háskólabíói.

Fundurinn verður haldinn í aðalsal Háskólabíós og einnig verður sjónvarpsskjám komið fyrir í anddyri þannig að sem flestir komist að. Auk þess verður fundinum streymt á netinu svo enginn ætti að missa af honum sem ekki á heimangengt, er búsettur úti á landi eða erlendis. [Opna í sérglugga hér.]

Ræðumenn og fyrirlesarar kvöldsins verða:

Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR,

Vilhjálmur Birgisson formaður VLFA,

Ásta Lóa Þórsdóttir formaður HH,

Ólafur Margeirsson, doktor í Hagfræði.

Einnig höfum við boðið Seðlabanka Íslands að senda fulltrúa og mun Már Guðmundsson seðlabankastjóri skýra sitt sjónarmið. Auk þess hefur öllum stjórnmálaflokkum sem bjóða fram til Alþingis hinn 28. október næstkomandi verið boðið að senda formenn eða fulltrúa sína til að kynna hvað þeirra flokkur ætlar að gera varðandi okurvextina og verðtrygginguna á lánum heimilanna og fá þeir 3 mínútur hver til þess.

Áður en við förum vongóð út í haustkvöldið munu feðginin, Magnús Þór Sigmundsson og Þórunn Antonía Magnúsdóttir, syngja með okkur lag Magnúsar "Ísland er land þitt" og þá getur ekkert klikkað.

Fundarstjóri verður Vilhjálmur Bjarnason ekki fjárfestir.

Nánari upplýsingar um viðburðinn á facebook, sem við hvetjum alla til að deila með sem flestum.

gudblessiheimilin

Uppfært 8. október 2017

Hér má sjá kynningarglærur Ólafs Margeirssonar frá fundinum þar sem ýmsar algengar mýtur um verðtryggingu eru skoðaðar og útskýrt hvers vegna þær eiga ekki við rök að styðjast.

Hér má finna tvær greinar úr Bændablaðinu um efni fundarins:

Uppfært 2. desember 2017 - Umfjöllun um fundinn og viðtal við Ólaf Margeirsson í 4. tbl. VR blaðsins:

Read more...

Hagsmunasamtök heimilanna gagnrýna harðlega vaxtahækkanir bankanna

Eftir nýlegar vaxtahækkanir Seðlabanka Íslands hafa stóru viðskiptabankarnir ákveðið að hækka útlánsvexti sína um hálft prósentustig, eða að jafnaði um tæp 8%. Hagsmunasamtök heimilanna gagnrýndu síðustu tvær hækkanir seðlabankans harðlega og vöruðu við því að þær myndu einungis leiða til hærri kostnaðar fyrir heimilin og atvinnulífið, sem hefur nú ræst. Seðlabankinn hefur þannig raunverulega hellt eldsneyti á glæður verðbólgubálsins, sem hafði fram að því verið í rénun.

Samkvæmt nýbirtum uppgjörum hafa bankarnir þrír hagnast um samtals 42,5 milljarða króna á fyrri helmingi ársins. Frá stofnun þeirra á grundvelli brunarústa föllnu bankanna, hafa þeir jafnframt getað hagnast um samtals 422,5 milljarða, sem er fullkomlega óeðlilegt í ljósi þeirrar efnahagskreppu sem staðið hefur yfir stærstan hluta tímabilsins. Ætla mætti því að þeir hefðu nægjanlegt svigrúm til að lækka vexti og létta þar með greiðslubyrði og draga úr hvata til hækkunar á vörum og þjónustu.

Einnig taka samtökin undir þau sjónarmið sem komu fram í grein Þráins Halldórssonar, sérfræðings á eftirlitssviði FME í nýjasta vefriti stofnunarinnar, um verðskrár banka og áhrif þeirra á verðvitund neytenda. Þar segir að stóru bankarnir þrír gefi samtals út 12 verðskrár og vaxtatöflur, alls um 45 síður, í mörg hundruð liðum. Slíkt flækjustig er ógegnsætt og hindrar neytendur í að bera saman verð, sem hamlar samkeppni á fjármálamarkaði.

Read more...

Alþingi

Gagnlegar upplýsingar

Leiðbeiningar í lánamálum heimilanna