Menu
RSS

Svör frá framkvæmdastjórn ESB og ESA um verðtryggingu

Töluverð umræða hefur átt sér stað í fjölmiðlum varðandi þau svör sem borist hafa frá framkvæmdastjórn ESB og Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) varðandi lögmæti verðtryggingar hér á landi með hliðsjón af þeim evrópsku tilskipunum sem innleiddar hafa verið í íslensk lög. Aðallega hefur verið rætt um svarið frá skrifstofu framkvæmdastjóra neytendamála hjá ESB til Mariu Elviru Mendez-Pinedo, prófessors í Evrópurétti við Háskóla Íslands. Hagsmunasamtökum heimilanna hefur nú einnig borist svar frá skrifstofu framkvæmdastjórans, en samtökin beindu þangað erindi um verðtryggingu neytendalána í janúar sl. Bréfin hafa ekki verið birt opinberlega en verður nú bætt úr því og má nálgast afrit af þeim hér fyrir neðan.

Bréfaskipti Mariu Elviru Mendez-Pinedo við framkvæmdastjórn ESB og ESA

Bréfaskipti Hagsmunasamtaka heimilanna við framkvæmdastjórn ESB

Read more...

Endurkröfubréf vegna neytendalána

Hagsmunasamtök heimilanna hafa útbúið staðlað bréf fyrir neytendur sem þeir geta notað til að krefjast endurgreiðslu ofgreidds lánskostnaðar vegna ólögmætra skilmála á borð við gengistryggingu eða óréttmætra skilmála, til að mynda í samningum um neytendalán sem ekki tilgreina upplýsingar um lánskostnað með skýrum hætti.

Samkvæmt ráðleggingum sem koma fram í lögfræðiáliti sem samtökin létu gera fyrr á þessu ári eru neytendur sem telja að á réttindum sínum sé brotið eða þeir kunni að eiga rétt á endurgreiðslu, hvattir til þess að senda lánveitendum kröfubréf þar sem farið er fram á endurgreiðslu auk dráttarvaxta.

Leiðbeiningar: Hlaðið niður meðfylgjandi eyðublaði og prentið það út. Fyllið eyðublaðið út með upplýsingum um stað, dagsetningu, viðtakanda og sendanda, auk númers lánssamningsins. Upplýsingar um heimilisföng og kennitölu fjármálafyrirtækja má finna á vefsíðum þeirra (gjarnan neðst á síðu). Sendið lánveitanda bréfið með ábyrgðarpósti, kostnaður við það er 1.115 kr. skv. gjaldskrá Póstsins. Mikilvægt: óskið eftir afhendingu til skráðs viðtakanda hjá fyrirtækinu, og að fá móttökukvittun. Hafið upp frá þessu öll frekari samskipti bréfleg og varðveitið skjöl, bréf og önnur gögn skipulega.

ENDURKRÖFUBRÉF VEGNA NEYTENDALÁNA

ÁLITSGERÐ UM RÉTT LÁNTAKENDA TIL AÐ HALDA EFTIR EIGIN GREIÐSLU

Read more...

Alþingi

Gagnlegar upplýsingar

Leiðbeiningar í lánamálum heimilanna