Menu
RSS

Lögfræðiálit um rétt til að halda eftir greiðslum

Lögfræðistofan Bonafide hefur, að ósk stjórnar HH, unnið álitsgerð fyrir samtökin um rétt lántaka til að halda eftir greiðslum. Í álitinu kemur fram sú skoðun lögmannanna að á meðan kröfueigandi innheimtir samkvæmt ólögmætum útreikningum á láni getur krafan vart verið í vanskilum. Réttur skuldara er þó ekki ótvíræður, heldur fer eftir málsástæðum í hverju tilfelli fyrir sig. Á endanum eru það dómstólar sem úrskurða um rétt skuldara. Hægt er að lesa lögfræðiálitið hér.

Read more...

Ályktun vegna álits frá framkvæmdastjórn ESB á framkvæmd verðtryggingar neytendalána

Verðtrygging lánasamninga samkvæmt vísitölu neysluverðs er heimil samkvæmt íslenskum lögum. Fróðir félagsmenn og fulltrúar samtakanna hafa kortlagt heimildirnar en þær eru í reynd undanþágur frá almennum vaxtalögum. Verðtrygging greiðslna m.v. vísitölu neysluverðs er eini lánskostnaðurinn auk hefðbundinna vaxta sem er leyfilegur samkvæmt vaxtalögunum. Það var á grundvelli þessara skýru ákvæða vaxtalaga sem Hæstiréttur Íslands dæmdi gengistryggingu lánasamninga ólögmæta þann 16. júní 2010, einkum í málum nr. 92/2010 og nr. 153/2010.

Framkvæmd þessarar heimildar er mjög ábótavant í lánasamningum hérlendis. Brotalamir eru svo alvarlegar og víðtækar að fullt tilefni þykir til að útkljá málið fyrir dómstólum. Eftir ítarlega lögfræðilega rannsóknarvinnu hefur verið undirbúin málsókn sem nálgast þessi álitaefni einmitt út frá þeim lagaskilningi sem kemur fram í áliti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Mál sem höfðað er á þeim grundvelli var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 18. október 2012.

Read more...

Alþingi

Gagnlegar upplýsingar

Leiðbeiningar í lánamálum heimilanna