Menu
RSS

Lögbanns krafist á innheimtu Dróma vegna skorts á tilskyldu innheimtuleyfi

Hagsmunasamtök heimilanna (HH) hafa lagt fram lögbannsbeiðni hjá sýslumanninum í Reykjavík þar sem þess er krafist að lagt verði lögbann við innheimtu Dróma hf. á peningakröfum. Þess er krafist að lögbanni verði ekki aflétt fyrr en Drómi hafi sýnt að fyrirtækið hafi heimild til að stunda innheimtu í atvinnuskyni.

HH hafa heimild til að leita lögbanns til verndar heildarhagsmunum neytenda (á grundvelli laga nr. 141/2001) og nýta nú þá heimild til að freista þess að stöðva innheimtu Dróma, en allt frá stofnun fyrirtækisins í mars 2009 hefur Drómi stundað innheimtu peningakrafna. Uppruna krafnanna má í meginatriðum rekja til þriggja aðila, þ.e. SPRON, Frjálsa fjárfestingarbankans (nú Frjálsa hf.) og Hildu ehf. (dótturfélag Eignasafns Seðlabanka Íslands).

Nú liggur fyrir staðfesting Fjármálaeftirlitsins (FME) á því að Drómi hafi ekki innheimtuleyfi. þann 12. september síðastliðinn birti Fjármálaeftirlitið tilkynningu á vefsvæði sínu þar sem áréttað er að Drómi sé ekki með starfsleyfi frá FME, en að um sé að ræða eignarhaldsfélag sem stýrt sé af slitastjórn SPRON (samkvæmt ákvörðun Fjármálaeftirlitsins þann 21. mars 2009).

Samkvæmt innheimtulögum (nr. 95/2008) er óheimilt að stunda innheimtu fyrir aðra án þess að hafa innheimtuleyfi. Þar af leiðandi telja samtökin að Dróma hljóti að vera og hafa verið óheimilt að stunda innheimtu fyrir Hildu ehf., og jafnframt fyrir Frjálsa fjárfestingarbankann  og SPRON  í þeim tilvikum þar sem ekkert liggur fyrir um með hvaða hætti fyrirtækið hafi öðlast þær kröfur sem um ræðir, enda sé þá um innheimtu fyrir þriðja aðila að ræða.

Read more...

Alþingi

Gagnlegar upplýsingar

Leiðbeiningar í lánamálum heimilanna