Opinn spjallfundur um málefni heimilanna
- Published in Frá Hagsmunasamtökum heimilanna
Ágætu félagsmenn og áhugafólk um málefni heimilanna.
Nú er komið að mánaðarlegum opnum spjallfundi Hagsmunasamtaka heimilanna. Fundurinn verður haldinn næstkomandi þriðjudag, 3. apríl, kl. 20-22, á Café Meskí, Fákafeni 9 (í innri sal kaffihússins).
Við hvetjum félagsmenn sem og aðra til að nýta sér þetta tækifæri og mæta til að taka þátt í umræðum um málefni heimilanna!
Stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna.