Opinn spjallfundur um málefni heimilanna
- Published in Frá Hagsmunasamtökum heimilanna
Kæru félagsmenn
Nú er komið að mánaðarlegum opnum spjallfundi Hagsmunasamtaka heimilanna. Fundurinn verður haldinn næstkomandi fimmtudag, 1. desember, kl. 20-22, á Café Meskí, Fákafeni 9.
Fundir sem þessir eru kjörinn vettvangur fyrir félagsmenn til að ræða þau mál sem brenna á þeim, jafnt sín á milli sem og við fulltrúa stjórnar samtakanna.
Við hvetjum félagsmenn sem og aðra til að nýta sér þetta tækifæri og mæta til að taka þátt í umræðum um málefni heimilanna!
Stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna.