Menu
RSS

Svör frá framkvæmdastjórn ESB og ESA um verðtryggingu

Töluverð umræða hefur átt sér stað í fjölmiðlum varðandi þau svör sem borist hafa frá framkvæmdastjórn ESB og Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) varðandi lögmæti verðtryggingar hér á landi með hliðsjón af þeim evrópsku tilskipunum sem innleiddar hafa verið í íslensk lög. Aðallega hefur verið rætt um svarið frá skrifstofu framkvæmdastjóra neytendamála hjá ESB til Mariu Elviru Mendez-Pinedo, prófessors í Evrópurétti við Háskóla Íslands. Hagsmunasamtökum heimilanna hefur nú einnig borist svar frá skrifstofu framkvæmdastjórans, en samtökin beindu þangað erindi um verðtryggingu neytendalána í janúar sl. Bréfin hafa ekki verið birt opinberlega en verður nú bætt úr því og má nálgast afrit af þeim hér fyrir neðan.

Bréfaskipti Mariu Elviru Mendez-Pinedo við framkvæmdastjórn ESB og ESA

Bréfaskipti Hagsmunasamtaka heimilanna við framkvæmdastjórn ESB

Read more...

Ályktun vegna álits frá framkvæmdastjórn ESB á framkvæmd verðtryggingar neytendalána

Verðtrygging lánasamninga samkvæmt vísitölu neysluverðs er heimil samkvæmt íslenskum lögum. Fróðir félagsmenn og fulltrúar samtakanna hafa kortlagt heimildirnar en þær eru í reynd undanþágur frá almennum vaxtalögum. Verðtrygging greiðslna m.v. vísitölu neysluverðs er eini lánskostnaðurinn auk hefðbundinna vaxta sem er leyfilegur samkvæmt vaxtalögunum. Það var á grundvelli þessara skýru ákvæða vaxtalaga sem Hæstiréttur Íslands dæmdi gengistryggingu lánasamninga ólögmæta þann 16. júní 2010, einkum í málum nr. 92/2010 og nr. 153/2010.

Framkvæmd þessarar heimildar er mjög ábótavant í lánasamningum hérlendis. Brotalamir eru svo alvarlegar og víðtækar að fullt tilefni þykir til að útkljá málið fyrir dómstólum. Eftir ítarlega lögfræðilega rannsóknarvinnu hefur verið undirbúin málsókn sem nálgast þessi álitaefni einmitt út frá þeim lagaskilningi sem kemur fram í áliti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Mál sem höfðað er á þeim grundvelli var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 18. október 2012.

Read more...

Alþingi

Gagnlegar upplýsingar

Leiðbeiningar í lánamálum heimilanna