Menu
RSS

Trojuhestur Steingríms

Steingrímur J Sigfússon er að reyna að lauma verðtryggingunni inn í neytendalöggjöfina með Trojuhest smálánalöggjafar. Verðtryggingin er ósamræmanleg þeirri neytendalöggjöf sem hér hefur verið í gildi síðan 1994. Í frumvarpi SJS sem við töldum að ætti að bæta úr málum er varða smálán og nokkur göt í neytendalánalöggjöf er verið að lauma inn með lymskulegum hætti afnámi á ýmsum réttindum neytenda.

Meðal þessara réttinda er að fá árlega hlutfallstölu kostnaðar tilgreinda á greiðsluáætlun fyrir lántöku. Að sjálfsögðu er vandkvæðum háð að gera slíkt varðandi verðtryggingu enda stangast hún á við neytendarétt. Lánin hafa því verið veitt með ólöglegum hætti síðan í desember 2000 þegar fasteignalán voru felld undir neytendalánalöggjöf. Frumvarpið er tilraun til að veita verðtryggðum lánum lögmæti en það mundi að sjálfsögðu stangast á við neytendalöggjöf og tilskipanir á EES svæðinu eftir sem áður. Það væri hinsvegar lengri vegur fyrir neytendur að sanna rétt sinn nái þessi löggjöf fram að ganga. Þeir gætu þurft að leita til ESA og í kjölfarið EFTA dómstólsins. Hagsmunasamtök heimilanna vita að það er undir hælinn lagt hvort réttlæti finnist í gegn um ESA auk þess sem ferlið er dýrt, langt og torsótt.

 

back to top

Alþingi

Gagnlegar upplýsingar

Leiðbeiningar í lánamálum heimilanna