Menu
RSS

Lögbann á innheimtur Lýsingar

Stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna hefur ákveðið að hefja undirbúning að því að krefjast lögbanns á innheimtur Lýsingar hf. Yfirlýsing Lýsingar um að dómar hafi ekki fordæmisgildi um þeirra útlán eru hið augljósa tilefni. Stjórn HH telur að Lýsing hafi gerst brotleg við neytendur með ólöglegum verðbreytingaákvæðum í samningum og að Lýsing eigi ekki að vera yfir lög hafin frekar en önnur fjármálafyrirtæki. Lýsing hf er jafnframt hvött til að hefja endurútreikning á öllum samningum með ólögmætum gengisbundnum verðbreytingaákvæðum án undanbragða og jafnframt láta viðskiptavini sína njóta vafans í þeim málum í hvívetna.

Stjórn HH

back to top

Alþingi

Gagnlegar upplýsingar

Leiðbeiningar í lánamálum heimilanna