Menu
RSS

Stefna þingfest gegn Íbúðalánasjóði vegna verðtryggðs láns.

18. október var þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur stefna gegn Íbúðalánasjóði vegna verðtryggðs fasteignaláns, en Hagsmunasamtök heimilanna standa að baki málsókninni.

Í stefnunni er byggt á lögum um neytendalán (nr. 121/1994), en stjórn samtakanna telur sýnt að verðtryggðir lánasamningar brjóti gegn skýrum ákvæðum laganna um upplýsingagjöf um heildarlántökukostnað til neytenda, og kunni þar með að vera ólöglegir. Hér er um að ræða fyrsta málið sem höfðað er vegna verðtryggingar neytendalána á Íslandi.

Ríkislögmaður mætti fyrir hönd Íbúðalánasjóðs í þingfestingu og fékk átta vikna frest til að skila greinargerð, eða nánar tiltekið til 13 desember næstkomandi.

Málsókn af þessu tagi er kostnaðarsöm og þeim sem vilja leggja málefninu lið er bent á málsóknarsjóð vegna verðtryggingar: 1110-05-250427, kt: 520209-2120

 

 

Stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna

 

 

 

back to top

Alþingi

Gagnlegar upplýsingar

Leiðbeiningar í lánamálum heimilanna