Menu
RSS

Grasrót verkalýðshreyfingarinnar er án efa með okkur

Stjórn Verslunarmannafélags Reykjavíkur (VR), Verkalýðsfélag Akraness (VLFA), Félag málmiðnaðarmanna á Akureyri, Félag verslunar og skrifstofufólks á Akureyri (FVSA) hafa öll styrkt Hagsmunasamtök heimilanna með ýmsum hætti. Stjórn VR lagði nú síðast eina milljón í málsóknarsjóð HH til að fá úr lögmæti verðtryggingarinnar skorið og hafa einnig lagt 200 þúsund til að styðja við lögbann á ólögmætar vörslusviptingar (Alþingi tók á endanum til sinna ráða og áminnti sýslumenn um hver landslög eru í þessum efnum). Félag málmiðnararmanna á Akureyri og FVSA hafa einnig lagt fjármuni í málsóknarsjóð HH og Verkalýðsfélag Húsavíkur hefur einnig stutt við málstað HH.

Verkalýðsfélög sem hlusta á grasrótina sína eru alveg klárlega að taka afstöðu gegn verðtryggðum neytendalánum. 80% landsmanna vilja afnema verðtryggingu af húsnæðislánum. Gera má ráð fyrir að minnst sama hlutfall eigi við í verkalýðsfélögum. Hafi fólk ekki tekið eftir því viljum við benda á að landsmenn eru að láta skoðun sína í ljós í verki. 80% þeirra sem eru að fjárfesta í íbúðarhúsnæði velja óverðtryggð lán jafnvel þó vextirnir virðist hærri í fyrstu. Fólk er farið að sjá í gegn um svikamylluna sem verðtrygging lánasamninga er. Fólk neitar að láta leiða sig til slátrunar.

Hagsmunasamtök heimilanna hvetur meðlimi stéttarfélaga að vera virka í starfi sinnar hreyfingar og jafnvel skrá sig í félög sem eru eru virk í að berjast fyrir raunverulegum kjarabótum. Ofnagreind félög eru góð dæmi um stéttarfélög sem hafa hagsmuni félagsmanna að leiðarljósi.

Fjöldi einstaklinga og lítilla fyrirtækja hafa einnig lagt til málsóknarsjóðsins, samtals rúmlega 500.000 kr. Þeim sem vilja leggja þessu mikilvæga málefni lið er bent á að reikningsnúmer málsóknarsjóðs er: 1110-05-250427, kt: 520209-2120. Öll framlög skipta máli, bæði stór og smá!

 

 

 

 

back to top

Alþingi

Gagnlegar upplýsingar

Leiðbeiningar í lánamálum heimilanna