Menu
RSS

Stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna fundaði með forsetanum.

Stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna (HH) átti í gær fund á Bessastöðum með forseta Íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni, þar sem honum voru afhentar undirskriftir þeirra tæplega 38.000 Íslendinga sem safnast hafa í undirskriftasöfnun samtakanna til stuðnings kröfunni um almenna og  réttláta leiðréttingu á stökkbreyttum lánum heimilanna og afnám verðtryggingar eða þjóðaratkvæðagreiðslu þar um.

Stjórn HH var vel tekið af forsetanum sem bauð upp á bollur á Bessastöðum. Á fundinum fóru fram athyglisverðar umræður um baráttumál samtakanna og það með hvaða leiðum íslensk stjórnskipun og réttarríki geta verndað hagsmuni heimilanna í landinu, m.a. í ljósi dómsúrskurða Hæstaréttar. Augljóst er að forsetinn hefur hugsað mikið um þau mál sem brenna á samtökunum, skuldavanda heimilanna og íhugað stöðu og réttindi lántakenda og virðist sammála stjórn HH um að finna þurfi úrlausn þeirra mála með einum eða öðrum hætti.

Undirskriftir þeirra þúsunda Íslendinga sem hafa lýst sig sammála kröfum HH með undirskrift sinni eru því í höndum forseta Íslands núna sem er hluti af stjórnvöldum landsins. Áhugavert verður að fylgjast með því á næstunni hvað forsetinn gerir með þær og hvort hann bregst við með einum eða öðrum hætti til verndar almannahagsmunum.


Sjá einnig áhugaverðar umræður og fyrirlestur um aðgerðir HH varðandi þrýsting forsetann til að beita stjórnarskránni

 

back to top

Alþingi

Gagnlegar upplýsingar

Leiðbeiningar í lánamálum heimilanna