Menu
RSS

HH ítreka beiðni um heimild til lögbanns til verndar heimilunum

Í dag sendi formaður HH ítrekun erindis til innanríkisráðherra er varðar lögbann til að vernda heildarhagsmuni neytenda. Ásamt beiðninni voru send tvö erindi sem nýlega voru send til FME er varða lögbrot fjármálafyrirtækja gagnvart heimilunum. Bréfið til innanríkisráðherra má lesa hér;

Mig langar til að biðja ykkur um að svara mér í þessari viku beiðni okkar Hagsmunasamtaka heimilanna er varðar erindi sem við funduðum um í vor.

Beiðni um heimild Hagsmunasamtaka heimilanna til að leita lögbanns í þágu heildarhagsmuna neytenda, eða til vara að Innanríkisráðherra tilskipi lögbann vegna eftirfarandi heildarhagsmuna neytenda.


Það eru fjölmörg ákaflega sterk rök fyrir því að innanríkisráðherra gangi fram fyrir heimilin í landinu og stöðvi ólöglega innheimtu bankanna og væri kannski réttast að ráðherra myndi sjá um það sem allra fyrst. Meðsent í viðhengi eru tvö erindi HH til FME sem sent var nýlega þar sem farið er yfir það á hvaða hátt fjármálastofnanir eru að brjóta lög og gæti verið áhugavert fyrir innanríkisráðherra að skoða, sérstaklega í ljósi þess að ráðherra var búinn að gefa frá sér tilmæli um efni annars erindisins sem ekki er farið eftir af hálfu fjármálastofnana og vörslusviptingafyrirtækis. Það er í raun spurning sem ráðherra þarf að spyrja sjálfan sig og sína eigin réttlætiskennd - hversu lengi á að leyfa fjármálastofnunum að brjóta lögin í landinu og vinna þannig markvisst að því að samfélagssáttmálinn liðist í sundur?

Ég sé ekki hvernig hægt er að rökstyðja það að samtökin fái ekki þessa heimild sem beðið er um rétt eins og FÍB og Neytendasamtökin.
Talsmaður neytenda ætti að sjálfsögðu líka að hafa slíka heimild.
Að setja nafn og kennitölu samtakanna og Talsmanns neytenda inn í auglýsingu eða á lista þeirra sem hafa slíka heimild er í raun og veru eitt handtak og ég bið því um að þetta sé afgreitt með formlegum hætti núna í vikunni.

Hér má síðan sjá erindi HH til FME varðandi þau lögbrot sem HH telja fjármálafyrirtækin vera að fremja;

HH krefja FME um íhlutun og nauðsynleg svör

HH fara fram á að FME sinni lögbundnu eftirlitshlutverki sínu

back to top

Alþingi

Gagnlegar upplýsingar

Leiðbeiningar í lánamálum heimilanna