Menu
RSS

Kastljós viðtal og staðreyndavillur

Andrea J. Ólafsdóttir, formaður HH, sat fyrir svörum í Kastljósi gærkveldsins og benti á hvernig heimilin bera ekki ábyrgð á þeim forsendubresti sem orðið hefur í lánasamningum. Hvernig einstaklingurinn skrifar ekki undir lánasamninga með það fyrir augum að fjármálakerfið fari síðan í fjárhættuspil í formi stórfelldrar markaðsmisnotkunar og stöðu gegn krónunni.

 

 

Andrea J. Ólafsdóttir, formaður HH, sat fyrir svörum í Kastljósi gærkveldsins og benti á hvernig heimilin bera ekki ábyrgð á þeim forsendubresti sem orðið hefur í lánasamningum. Hvernig einstaklingurinn skrifar ekki undir lánasamninga með það fyrir augum að fjármálakerfið fari síðan í fjárhættuspil í formi stórfelldrar markaðsmisnotkunar og stöðu gegn krónunni. Eins benti formaður á að lántaki ætti aldrei að srifa undir einhliða áhættu á allri verðbólgu - fyrir því ættu að vera takmarkanir og áhættunni og ábyrgðinni dreift á báða aðila. Síðast en ekki síst sagði Andrea það ljóst að rými til afskrifta væri alls ekki fullnýtt, tölurnar gefa það til kynna og að það væri ekki hægt að hætta þessari umræðu (eins og spyrillinn orðaði það) fyrr en afslátturinn gengi áfram til heimilanna og vill bæta því hér við ... umræðan hættir ekki fyrr en forsendubresturinn hefur verið leiðréttur.

Hér má sjá Kastljósið

Formaður vill þakka ötula vöktun á blogginu og vísar til bloggs fyrrum stjórnarmanns, Marinós G. Njálssonar, sem ávallt stendur vaktina og Láru Hönnu, sem lika stendur vaktina og rifjar upp framkomu talsmanna fjármálageirans í aðdraganda hrunsins.

15 staðreyndavillur Guðjóns Rúnarssonar í Kastljósi kvöldsins

Hver skoðar hvaða nafla?

Löngu vitað um lögleysuna

back to top

Alþingi

Gagnlegar upplýsingar

Leiðbeiningar í lánamálum heimilanna