Menu
RSS

Undirskriftarsöfnun á Akureyrarvöku

Akureyringar fengu innblástur vegna uppákomu HH á menningarnótt þar sem um 1800 undirskriftir söfnuðust og vilja nú leggja samtökunum lið.

Sjálfboðaliðar á vegum HH safna undirskriftum á Akyreyrarvöku á laugardaginn frá 13-17 á horni Göngugötu og Listagils, eða á milli Eymundsson og KEA. Undirskrftarsöfnunin fer fram til stuðnings eftirfarandi kröfu:
,,Í nafni almannahagsmuna krefjumst við undirrituð almennra og réttlátra leiðréttinga á stökkbreyttum lánum heimilanna og afnáms verðtryggingar.

Hafi stjórnvöld ekki orðið við þessari kröfu fyrir 1. janúar 2012 jafngildir undirskrift mín kröfu um þjóðaratkvæðagreiðslu um kröfugerðina."

http://www.undirskrift.heimilin.is/

Hagsmunasamtök heimilanna verða með söfnun undirskrifta laugardaginn 27. ág. frá klukkan 13 til 17 á Akureyrarvöku á horni Göngugötu og Listagils. Í samvinnu við bæjarbúa verður því fagnað að yfir 25.000 undirskriftir hafa safnast í undirskriftasöfnum heimilanna. 

Undirskriftalistar munu liggja frammi fyrir þá sem vilja taka þátt í söfnuninni upp á gamla móðinn með eigin undirskrift. 

Sjálfboðaliðarnir munu einnig veita upplýsingar um undirskriftasöfnunina, s.s. þann þjóðarhag sem almenn lánaleiðrétting þjónar, þá almannahagsmuni sem verðtryggingingin gengur berlega gegn og þá meinbugi sem Hagsmunasamtök heimilanna sjá á framkvæmd hennar. Hvað það síðasttalda varðar, þá hafa samtökin sem kunnugt er leitað eftir áliti Umboðsmanns alþingis og bíður embættið nú skýringa Seðlabanka Íslands á því hvort og þá hvaða lagastoðir reglur bankans um verðtryggingu styðjist við.

back to top

Alþingi

Gagnlegar upplýsingar

Leiðbeiningar í lánamálum heimilanna