Menu
RSS

Svikamylla verðtryggingarinnar í tölum

Öllu máli skiptir fyrir lántaka hvernig afborganir af verðtryggðum lánum eru reiknaðar út. Munurinn á 40 ára íbúðalánum nemur sem dæmi, langt yfir hundrað milljónum króna (100.000.000 krónum), allt eftir því hvort höfuðstóll láns og afborganir eru verðbættar samkvæmt forskrift verðtryggingarinnar eða einungis afborganirnar.

Andrea  J. Ólafsdóttur, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna, rakti nokkur dæmi um þennan hrópandi mun í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Auk mismunandi lánstegunda til 40 ára fór hún einnig í gegnum heildarkostnaðinn af 25 ára lánum.

Hagsmunasamtök heimilanna telja sem kunnugt er að innheimta og aðferðarfræðin sem felst í viðbótarlánum sem veitt eru vegna verðbótaþáttar verðtryggðra lána stangist í framkvæmd á við lög. Engar lagaheimildir séu fyrir viðbótarlánum sem bætt er við höfuðstól lána, heldur megi einungis reikna verðbætur af afborgunum (eða reikna þær rétt af höfuðstól) og þær eigi að staðgreiðs. Þetta þýðir í reynd, að reikna ber verðtryggð lán út með sama hætti og svonefnd óverðtryggð lán, þar sem breytilegir vextir taka mið af verðbólgu, eins og "óverðtryggðu" vextir Seðlabankans gera.

Lántakar óverðtryggðu lánanna staðgreiða með öðrum orðum verðbólguna án þess að átt sé við viðbótarlán ofan á höfuðstól lánsins, á meðan þeir sem taka hefðbundin verðtryggð lán sitja upp með uppreiknaðan höfuðstól út lánstímann. Þessi aðferðafræðilegi munur hefur gríðarleg áhrif á heildarkostnað lántaka. Það er semsagt viðbótarlánastarfsemin og margfeldisáhrifin sem þar koma inn í myndina vegna vaxtavaxta og síendurtekinna vaxtaútreikninga ofan á viðbótarlánin sem er vandamálið.

Í tölum lítur dæmið þannig út að heildarkostnaður af 25 ára láni er 24 millj kr af óverðtryggðu láni, 34 millj kr af verðtryggðu láni með jöfnum afborgunum og 40 millj kr af verðtryggðu jafngreiðsluláni. Hafa ber hugfast að óverðtryggða lánið er - þrátt fyrir nafngiftina - er í reynd verðtryggt með breytilegum vöxtum sem taka mið af verðbólgu hverju sinni.

Ef sama dæmi er reiknað út fyrir 40 ára lán nemur heildarkostnaður af verðtryggðu láni með jöfnum afborgunum 131 millj kr og af jafngreiðslunláni 185 millj kr. Óverðtryggða lánið kostar lántakandann á hinn bóginn ekki „nema“ 64 millj kr. (Í báðum dæmum miðað við 5% vexti og 6% verðbólgu sem er meðalverðbólga sl. 20 ára og 11% nafnvexti á óverðtryggða lánið).

Þá benti hún á að 24% vexti þyrfti að setja inn í reiknivélina á 25 ára óverðtryggt lán og 41% vexti ofan á 40 ára lán, til að „ blása“ það upp í  svipaðan heildarkostnað og er af verðtryggðum jafngreiðslulánum. Verðtryggð lán með jöfnum afborgunum koma ívið betur út, en eru engu að síður langt fyrir ofan þau lán þar sem rétt aðferðarfræði er notuð og verðbætur staðgreiddar, engum viðbótarlánum bætt við höfuðstól lánsins.

Niðurstaðan úr báðum dæmum er fengin úr lánareiknum Íbúðalánasjóðs, Spara.is og Arion banka.

Umfjöllun síðustu daga um verðtrygginguna og framkvæmd hennar hefur vakið verulega athygli, ekki hvað síst á meðal verðtryggingarsinna, sem reyna nú hvað þeir geta að sannfæra almenning um vankunnáttu og vanþekkingu Hagsmunasamtaka heimilanna á verðtryggingu og lánaútreikningum.

Með hliðsjón af því að þessar niðurstöður eru fengnar úr lánareiknum lánastofnana, má á móti spyrja hvort þessir opinberu lánareiknar ljúgi?

Hlusta á viðtalið í heild (Bylgjan, Reykjavík síðdegis, 19.08.2011)

Hlusta á viðtal við Andreu um óréttlæti verðtryggingar (Bylgjan, Í býtið, 19.08.2011)

back to top

Alþingi

Gagnlegar upplýsingar

Leiðbeiningar í lánamálum heimilanna