Menu
RSS

"Ef vér slítum í sundur lögin, slítum vér og í sundur friðinn"

Hagsmunasamtök heimilanna vinna að tilmælum sem verður beint til lántakenda vegna dóms Hæstaréttar. Tilmælin verða birt á heimasíðunni við fyrsta tækifæri. Stjórn HH gerir sér grein fyrir mikilvægi þess að lántakar hafi bakhjarla í beinni árás fjármálastofnana á þeirra hag. SÍ og FME hafa nú tekið skíra afstöðu með lögbrjótandi fjármálafyrirtækjum gegn lántökum og virðast telja efnahagsstöðugleika byggjast á stuðningi við varglánastarfsemi. Þessari árás verður að hrinda og setja þessum stofnunum viðeigandi mörk.

Hagsmunasamtök heimilanna minna persónur og leikendur í efstu lögum stjórnsýslu og fjármálafyrirtækja að þau eru persónulega ábyrg fyrir ákvörðunum sem teknar eru í nafni þessara stofnana.

HH skora á forsvarsmenn SÍ og FME að draga stuðning við tilmæli þessara stofnana frá 30. júní, til baka sem fyrst, lýsa þeim sem mistökum og biðja þjóð og þing afsökunar áður en það er of seint.

HH skorar á fjármálafyrirtæki til að sniðganga tilmælin frá SÍ og FME

HH hvetur SÍ og FME til að taka upp hlutlaus vinnubrögð og sinna sínu hlutverki í eftirliti með kerfinu og fjármálafyrirtækjum í stað þess að hvetja þau til að ganga á rétt neytenda. Þessi hlutdrægu vinnubrögð veikja ekki aðeins trúverðugleika FME og SÍ, heldur líka landsins alls í viðskiptum við aðrar þjóðir. Nýjasti gjörningur þessara stofnana gæti haft alvarlegar afleiðingar fyrir hagkerfið og þjóðarhag. Umræddar stofnanir einfaldlega verða að taka U beygju í þessu máli til að bjarga þeim trúverðugleika sem þó hafði áunnist á undanförnu ári eða svo.

HH hvetur neytendur til að standa á rétti sínum

HH hvetur almenning til að skrá sig í HH og veita þannig samtökunum frekara afl til að berjast fyrir heimilum landsmanna (smelltu hér).

Leikfléttan afhjúpuð
HH vill vara við þeirri leikfléttu sem SÍ, FME og fjármálafyrirtækin hafa nú sammælst um. Það sem á undan er gengið eru ýtrustu stjórnkerfislega studdar kröfur fjármálafyrirtækjanna. Fléttan var sett  saman löngu áður en Hæstiréttur gaf út sinn úrskurð. Fjármálafyrirtækin leika nú næsta leik sem er að gefa aðeins eftir. Þá koma valdir þinmenn og nokkrar málpípur á mála hjá ráðandi stjórnvöldum og ýmist hrósa fjármálafyrirtækjunum fyrir göfgi þeirra eða jafnvel gagnrýna stjórnvöld fyrir að hafa ekki stungið strax upp á þessari lausn málsins. Leikritið er gamalkunnug og fyrirsjáanleg en eigi þarf kunnáttu í kjarnaklofningi til að sjá í gegn um fúskið.

back to top

Alþingi

Gagnlegar upplýsingar

Leiðbeiningar í lánamálum heimilanna