Logo
Print this page

Málatilbúnaður SP-fjármögnunar

Hæstiréttur staðfesti úrskurð um frávísun Héraðsdóms Reykjavíkur í máli SP-fjármögnunar (Sigurmar K. Albertsson hrl.) gegn Jónasi Vali Jónassyni og Önnu Sigurlínu Karlsdóttur (Björn Þorri Viktorsson hrl.).

Úrdráttur úr dómi hæstaréttar (smellið hér til að lesa allan dóminn á vef Hæstaréttar):

"Svo sem fram kemur í hinum kærða úrskurði er niðurstaða hans á því reist að málatilbúnaður sóknaraðila í stefnu hafi ekki uppfyllt kröfur e. liðar 1. mgr. 80 gr. laga nr. 91/1991. Sóknaraðili hefur nú freistað þess að skýra kröfur sínar frekar með því að leggja fram ný gögn fyrir Hæstarétt.

...

Það verður því ekki bætt úr annmörkum á reifun máls í stefnu með því að leggja fram gögn og skýringar á kröfugerð fyrir Hæstarétti í kærumáli vegna frávísunar máls frá héraði.

...

Dómsorð (Hæstiréttur):

Hinn kærði úrskurður er staðfestur um að vísa máli sóknaraðila, SP-fjármögnunar hf., á hendur varnaraðilum, Jónasi Val Jónassyni og Önnu Sigurlínu Karlsdóttur, frá héraðsdómi.

Sóknaraðili greiði varnaraðilum málskostnað í héraði og kærumálskostnað, samtals 200.000 krónur til hvors þeirra um sig."

Þess má geta að fjallað er um dóminn á Eyjan.is en þar eru ýmsar athyglisverðar upplýsingar reifaðar í athugasemdum lesenda.

Einnig vekur athygli að Hæstiréttur tekur sérstaklega fram að málskostnaður kr. 200 þús. skuli greiða stefndu hvoru um sig þ.e. 400 þús. samtals en úrskurður Héraðsdóms er ekki þannig fram settur. Svo virðist sem Hæstiréttur vilji með þessu senda SP-fjármögnun og lögmanni þess skilaboð. Við látum lesendum eftir hugleiðingar um það.

Dóm Héraðsdóms má lesa á heimasíðu Hæstaréttar í kjölfar dóms Hæstaréttar. Honum má einnig fletta upp á heimasíðu Héraðsdóms Reykjavíkur. Úrskurður Héraðsdóms var kveðinn af Hervör Þorvaldsdóttur héraðsdómara. Úrskurður Hæstaréttar var kveðinn af Ingibjörgu Benediktsdóttur, Garðari Gíslasyni og Jóni Steinari Gunnlaugssyni.

Hagsmunasamtök heimilanna óska Jónasi Vali Jónassyni, Önnu Sigurlínu Karlsdóttur og Birni Þorra Viktorssyni hrl. til hamingju með varnar sigur í þessu máli.

 

Latest from Ólafur Garðarsson

Hagsmunasamtök heimilanna / Ármúla 5 / 108 Reykjavík / ICELAND / (+354)-546-1501 / www.heimilin.is / heimilin@heimilin.is