Menu
RSS

Tímamóta dómur Áslaugar Björgvinsdóttur héraðsdómara

Mál nr.                         E-7206/2009:
Stefnandi:                   Lýsing hf. (Sigurmar Kristján Albertsson hrl.)

Stefndu:                      Jóhann Rafn Heiðarsson (Ólafur Rúnar Ólafsson hdl.)
                                     Trausti Snær Friðriksson

Dómari:                       Áslaug Björgvinsdóttir, settur héraðsdómari

Óhætt er að segja að niðurstaða máls nr. E-7206/200 markar tímamót í réttarbaráttu lántakenda. Kannski má segja að staðan sé 1 - 1 en í ljósi vel ígrundaðs rökstuðnings Áslaugar Björgvinsdóttur má auðveldlega halda fram að lántakendur hafi í myndmáli "skorað lang flottasta markið". Við hvetjum alla sem hafa áhuga á niðurstöðum þessara mála að lesa dóminn vandlega.

Í samanburði kemur röksemdarfærsla og niðurstaða fyrri dóms í máli SP fjármögnunar gegn Óskari Sindra yfir sem annarleg. Á þessum tveimur málum sést glögglega munurinn á dómum þar sem annar dómarinn vinnur heimavinnuna og skoðar málið í kjölinn og tekur afstöðu út frá lögunum og rökfærslum málfærslumannanna. Í hinu tilfellinu er ákveðið fyrirfram hver niðurstaðan á að vera og lögin síðan túlkuð langt út fyrir orðanna hljóðan öðrum aðilanum í hag.

 

back to top

Alþingi

Gagnlegar upplýsingar

Leiðbeiningar í lánamálum heimilanna