Menu
RSS

GREIÐSLUVERKFALL hefst 19. febrúar 2010

Þriðja greiðsluverkfall HH hefur verið ákveðið að byrji 19. febrúar 2010. Að þessu sinni er það ótímabundið. Við höfum fengið okkur full södd af aðgerðarleysi stjórnvalda og sýndarmennsku banka með innihaldlausu ímyndarauglýsingaskrumi. Brýnar réttarbætur til handa lántakendum hafa verið látnar sitja á hakanum og ekkert bólar á alvöru leiðréttingum á stökkbreyttum lánum og gölnum verðbótum. Siðlaus eignaupptaka ríkis og banka hjá almenningi byggð á forsendubresti sem þessir sömu aðilar bera ábyrgð á er enn á fullu skriði.

Í fyrsta greiðsluverkfallinu (2 vikur) var þátttaka meðal félagsmanna HH yfir 40% samkvæmt könnun okkar um áramótin. Annað greiðsluverkfallið sem var í við lengra þ.e. 3 vikur, fékk 36% þátttöku meðal félagsmanna HH. Einnig kom í ljós að stuðningur við Hagsmunasamtök heimilanna nær langt út fyrir raðir félagsmanna. Almenn þátttaka í fyrsta greiðsluverkfallinu mældist 30% samkvæmt óformlegum könnunum. Það eru tæplega 40 þúsund heimili eða um 100 þúsund manns ef allir í fjölskyldunni eru taldir með. Seinna greiðsluverkfallið gerði um 24% almenna þátttöku sem gerir yfir 75 þúsund manns.

Ekki er reiknað með svo afgerandi þátttöku almennings í ótímabundnu greiðsluverkfalli enda um meiri fjárhagslega áhættu að ræða hvað varðar ítrustu aðgerðir. Þátttaka er þó vel möguleg án slíkrar áhættu en leiðirnar til þátttöku eru útlistaðar hér: Leiðir til þátttöku

Yfirlýsingu greiðsluverkfallsstjórnar HH má lesa hér

Kröfur Hagsmunasamtaka heimilanna má lesa hér

 

back to top

Alþingi

Gagnlegar upplýsingar

Leiðbeiningar í lánamálum heimilanna