Niðurstöður aðalfundar Hagsmunasamtaka heimilanna 2019
- font size decrease font size increase font size

Aðalfundur Hagsmunasamtaka heimilanna 2019 var haldinn 26. febrúar síðastliðinn. Á fundinum var kosin ný stjórn sem hefur nú skipt með sér verkum og er skipuð þannig:
- Ásthildur Lóa Þórsdóttir formaður
- Vilhjálmur Bjarnason varaformaður
- Guðrún Bryndís Harðardóttir gjaldkeri
- Einar Valur Ingimundarson ritari
- Guðrún Indriðadóttir meðstjórnandi
- Hafþór Ólafsson meðstjórnandi
- Róbert Þ Bender meðstjórnandi
Varamenn: Sigríður Örlygsdóttir, Björn Kristján Arnarson, Þórarinn Einarsson, Ragnar Unnarsson, Sigurbjörn Vopni Björnsson og Stefán Stefánsson.
Þau hafa öll starfað áður í stjórn samtakanna.
Aðalfundurinn samþykkti að félagsgjöld 2019 skuli vera 4.900 kr. og valkvæð sem fyrr.
Þá voru skoðunarmenn reikninga samtakanna, Sigfríð Gerður Hallgrímsdóttir og Sólveig Sigurgeirsdóttir, endurkjörnar.
Loks samþykkti aðalfundurinn eftirfarandi ályktun:
Aðalfundur Hagsmunasamtaka heimilanna ítrekar áskorun samtakanna til stjórnvalda um að láta fara fram óháða rannsókn á þeim aðgerðum sem stjórnvöld stóðu fyrir eftir hrun. Brýn þörf er á sambærilegri rannsóknarskýrslu og þeirri sem gerð var um aðdraganda og orsakir falls íslensku bankanna en nú þarf að fjalla um aðgerðir stjórnvalda í kjölfar hrunsins og afleiðingar þeirra fyrir heimili landsins.
Við höfum beðið réttlætis í 10 ár og nú er nóg komið. Við krefjumst Rannsóknarskýrslu heimilanna!