Aðalfundur Hagsmunasamtaka heimilanna 2019
- font size decrease font size increase font size

Kæru félagsmenn,
Hagsmunasamtök heimilanna boða hér með til aðalfundar, sem verður haldinn þriðjudagskvöldið 26. febrúar 2019, kl. 20:00 á Hótel Cabin við Borgartún 32, í ráðstefnusal á 7. hæð.*
* Athugið að til þess að komast upp á 7. hæð þarf að fara í lyftu sem er í vesturenda hússins, fyrir innan gestamóttöku hótelsins.
Dagskrá:
- Skipun fundarstjóra, ritara, og fundarsetning
- Skýrsla stjórnar: Ásthildur Lóa Þórsdóttir, formaður
- Reikningar samtakanna: Guðrún Harðardóttir, gjaldkeri
- Tillaga stjórnar um ákvörðun félagsgjalda
- Kosning 7 aðalmanna í stjórn
- Kosning 3-7 varamanna í stjórn
- Kosning skoðunarmanna
- Önnur mál
Kosningu til stjórnar verður hagað þannig að í hvorri umferð má hver atkvæðisbær fundarmaður greiða allt að sjö frambjóðendum atkvæði og ræður hreint atkvæðamagn úrslitum. Þurfi að skera úr um röð ef tveir eða fleiri hljóta jafn mörg atkvæði verður dregið um innbyrðis röð þeirra.
Framboðsfrestur til stjórnarkjörs er 7 dögum fyrir aðalfund eða til 19. febrúar kl. 20:00. Framboð má tilkynna með tölvupósti á netfang samtakanna: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..
Einnig er óskað eftir tilnefningum skoðunarmanna og sjálfboðaliðum í talningu atkvæða á fundinum.
Fundargögn verða birt á heimasíðu samtakanna í aðdraganda aðalfundarins.
Bestu kveðjur,
Hagsmunasamtök heimilanna