Opinn spjallfundur um málefni heimilanna
- font size decrease font size increase font size

Ágætu félagsmenn og áhugafólk um málefni heimilanna.
Nú er komið að mánaðarlegum opnum spjallfundi Hagsmunasamtaka heimilanna. Fundurinn verður haldinn næstkomandi þriðjudag, 6. mars, kl. 20-22, á Café Meskí, Fákafeni 9 (í innri sal kaffihússins).
Við hvetjum félagsmenn sem og aðra til að nýta sér þetta tækifæri og mæta til að taka þátt í umræðum um málefni heimilanna!
Stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna.