Menu
RSS

Opinn spjallfundur - BREYTTUR FUNDARTÍMI

Ágætu félagsmenn og áhugafólk um málefni heimilanna.

Nú er komið að því að mánaðarlegir spjallfundir Hagsmunasamtaka heimilanna hefjist á ný eftir sumarið. Fyrsti fundurinn verður haldinn næstkomandi miðvikudag, 6. september, kl. 20-22, á Café Meskí, Fákafeni 9 (í innri sal kaffihússins).

ATHUGIÐ breyttan fundartíma: Upphaflega var auglýst að fundurinn yrði þriðjudaginn 5. september en vegna landsleiks Íslands og Úkraínu í knattspyrnu hefur hann nú verið færður yfir á miðvikudaginn 6. september.

Við hvetjum félagsmenn sem og aðra til að nýta sér þetta tækifæri og mæta til að taka þátt í umræðum um málefni heimilanna!

Jafnframt er ætlunin að halda slíka fundi í fyrstu viku hvers mánaðar í vetur og verða þeir auglýstir nánar í hvert sinn.

Stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna.

back to top

Alþingi

Gagnlegar upplýsingar

Leiðbeiningar í lánamálum heimilanna