Menu
RSS

Hagsmunasamtök heimilanna á Fundi fólksins 2016

Í dag og á morgun er Fundur fólksins haldinn í Norræna húsinu og nágrenni.
Fundur fólksins 2016
Á morgun laugardaginn 3. september, kl. 13:30, standa Hagsmunasamtök heimilanna fyrir pallborðsumræðum í umræðutjaldi 2 á fundarsvæðinu.
 
Hver er lærdómurinn af hruninu fyrir heimilin?
  • Staðsetning: Umræðutjald 2 á lóð Norræna hússins.
  • Tímasetning: Laugardaginn 3. sept, kl. 13:30.
  • Tegund viðburðar: Pallborðsumræður.
 
Þátttakendur: Theódóra Þorsteinsdóttir, formaður bæjarráðs Kópavogs, Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, Vilhjálmur Bjarnason, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna og Ragnar Þór Ingólfsson, stjórnarmaður Hagsmunasamtaka heimilanna.
 
Lýsing: Í kjölfar efnahagshrunsins misstu þúsundir Íslendinga heimili sín. Í þjóðfélaginu þarf að eiga sér stað umræða um þá erfiðleika og orsakir þeirra. Hagsmunasamtök heimilanna vilja að lærdómur sé dreginn af þessu fjárhagslega áfalli til hagsbóta fyrir heimilin í landinu. Samtökin munu því halda ótrauð áfram að berjast gegn verðtryggingu á neytendalánum og brotalömum í dómskerfinu á neytendarétti Íslendinga.
 
Félagsmenn og aðrir áhugasamir eru hvattir til að mæta og taka þátt umræðunum.
back to top

Alþingi

Gagnlegar upplýsingar

Leiðbeiningar í lánamálum heimilanna