Menu
RSS

Jólakveðja til heimilanna

Jólakveðja til heimilanna

Hagsmunasamtök heimilanna senda hugheilar kveðjur til heimila landsins á þeim tímamótum sem þau standa nú á.

Árið sem senn er á enda hefur verið viðburðaríkt í sögu samtakanna, og ber þar hæst dóm Hæstaréttar Íslands þann 26. nóvember í máli nr. 243/2015 um verðtryggingu neytendalána, sem unnið hefur verið að af hálfu samtakanna í rúmlega þrjú ár. Dómurinn féll því miður ekki neytendum í hag, og má segja að með því hafi Íslendingar verið sviptir með dómi þeirri neytendavernd sem þeim hefði átt að vera tryggð samkvæmt EES-samningnum. Þrátt fyrir það eru samtökin ekki af baki dottin, og munu leita fleiri leiða til að knýja fram réttlæti fyrir neytendur á íslenskum fjármálamarkaði, en nánari kynning á þeim aðgerðum mun bíða næsta árs.

Að þessu sögðu óska samtökin félagsmönnum sem og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.

 

back to top

Alþingi

Gagnlegar upplýsingar

Leiðbeiningar í lánamálum heimilanna