Menu
RSS

Enn og aftur kyndir seðlabankinn verðbólgubál með vaxtahækkun

Hagsmunasamtök heimilanna ítreka gagnrýni sína á vaxtahækkanir Seðlabankans, sem algjörlega gagnslausa og úrelta aðferð við að draga úr verðbólgu. Með aðgerðum sínum virðist seðlabankinn öðru fremur róa að því öllum árum að láta glórulausa verðbólguspá sína rætast.

Löngu er orðið tímabært að Seðlabankinn hætti að beita handónýtum hagstjórnartækjum sem hafa einfaldlega þveröfug áhrif við það sem ætlað er. Undanfarnar þrjár vaxtahækkanir Seðlabankans jafngilda 28% hækkun vaxtakostnaðar sem getur hæglega haft áhrif til hækkunar verðlags, ekki síður en launahækkanir.

Hagsmunasamtök heimilanna skora jafnframt á stjórnvöld og aðila vinnumarkaðsins að fordæma úreltar hagstjórnaraðgerðir Seðlabankans og þrýsta á um að hann breyti þeim og taki framvegis mið af þeim raunveruleika sem við búum við hér á landi.

back to top

Alþingi

Gagnlegar upplýsingar

Leiðbeiningar í lánamálum heimilanna