Menu
RSS

Hagsmunasamtök heimilanna fordæma aðför Seðlabankans að heimilum og atvinnulífi

Hagsmunasamtök heimilanna fordæma harðlega vaxtahækkanir Seðlabankans sem algjörlega gagnslausa og úrelta aðferð við að draga úr verðbólgu. Það er löngu orðið tímabært að Seðlabankinn hætti að beita handónýtum hagstjórnartækjum sem hafa einfaldlega þveröfug áhrif við það sem ætlað er, enda augljóst að aukinn vaxtakostnaður fer út í verðlag ekki síður en launahækkanir.

Hagsmunasamtök heimilanna skora á Seðlabankann að gefa aðilum vinnumarkaðarins frið til þess að semja um eðlilegar kjarabætur og eyðileggja ekki það viðkvæma ferli með vaxtahækkunum og frekari hótunum um hækkanir sem kollvarpa forsendum kjaraviðræðna.

Það er algjörlega ólíðandi að Seðlabankinn haldi til streitu afneitun sinni gagnvart þeirri staðreynd að vaxtahækkanir hans valda í raun verðbólgu í stað þess að draga úr henni. Seðlabankinn ætti fremur að beita öðrum leiðum til þess að draga úr verðbólgu og þá sérstaklega með því að meina bönkunum að þenja út peningamagn í umferð eins og þeir hafa fengið að gera afskiptalaust hingað til.

Hagsmunasamtök heimilanna skora jafnframt á stjórnvöld og aðila vinnumarkaðsins að fordæma úreltar hagstjórnaraðgerðir Seðlabankans og þrýsta á um að hann breyti þeim og taki framvegis mið af þeim raunveruleika sem við búum við hér á landi.

back to top

Alþingi

Gagnlegar upplýsingar

Leiðbeiningar í lánamálum heimilanna