Logo
Print this page

Ályktun borgarafundar 24. febrúar 2015

Á borgarafundi sem haldinn var af Hagsmunasamtökum heimilanna í gærkvöldi, þriðjudagskvöldið 24. febrúar 2015, samþykktu fundarmenn svohljóðandi ályktun:

"Borgarafundur haldinn í Háskólabíói 24. febrúar 2015 beinir þeirri áskorun til Alþingis að samþykkt verði ný frestun á öllum nauðungarsölum á heimilum fólks, meðan beðið er dóms Hæstaréttar í máli á vegum Hagsmunasamtaka heimilanna, áður en núgildandi takmörkuð frestun rennur úr gildi þann 1. mars næstkomandi."

Ályktunin hefur verið send öllum þingmönnum ásamt innanríkisráðherra, sem fer með umræddan málaflokk samkvæmt núgildandi forsetaúrskurði þar að lútandi.

[Smellið hér til þess að horfa á upptöku af fundinum.]

Latest from Guðmundur Ásgeirsson

Hagsmunasamtök heimilanna / Ármúla 5 / 108 Reykjavík / ICELAND / (+354)-546-1501 / www.heimilin.is / heimilin@heimilin.is