Bein útsending frá borgarafundi þriðjudagskvöldið 24. febrúar
- font size decrease font size increase font size
Annað kvöld eða þriðjudagskvöldið 24. febrúar 2015 kl. 20:00-22:00, hafa Hagsmunasamtök heimilanna boðað til borgarafundar í Háskólabíói. Allir sem vettlingi geta valdið eru hvattir til þess að mæta og taka þátt í fundinum.
Að loknum framsöguræðum munu verða umræður og tekið við spurningum úr sal, en þá gildir almennt að fyrstur kemur fyrstur fær. Nánar verður tilkynnt um fyrirkomulag þess á fundinum sjálfum.
Fundurinn verður einnig sendur út beint hér á vefnum og mun streymið hefjast skömmu fyrir kl. 20:00, og verður hægt að horfa á endursýningu fundarins næsta sólarhringinn. Fundurinn hefst þegar um það bil 12 mínútur eru liðnar af upptökunni.