Menu
RSS

Aukin þjónusta við félagsmenn

Hagsmunasamtök heimilanna útvíkka nú þjónustu við félagsmenn með föstum símatímum, en símanúmer á skrifstofu samtakanna er 546-1501. Opnunartími verður fyrst um sinn frá 10-12 á þriðjudögum og 14-16 á fimmtudögum.

Eftir sem áður verður einnig hægt að hafa samband með tölvupósti á póstfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og erindum sem berast með þeim hætti er jafnan svarað innan fárra daga.

Þjónusta þessi er veitt að endurgjaldslausu, fyrst og fremst til þess að miðla upplýsingum um starfsemi samtakanna og um leið að veita ábendingar sem stuðlað geta að upplýstri ákvarðanatöku og ábyrgri neytendahegðun.

Tekið skal fram að þjónustan felur ekki í sér formlega ráðgjöf um fjárhagsleg eða lagaleg atriði, en allar upplýsingar eru hinsvegar veittar eftir bestu vitund og einkum í leiðbeiningarskyni. Þó svo að ekki sé krafist endurgjalds er þeim sem vilja styðja starfsemi samtakanna bent á að frjáls framlög hljóta ávallt góðar viðtökur á reikn. 1110-26-5202 kt. 520209-2120.

back to top

Alþingi

Gagnlegar upplýsingar

Leiðbeiningar í lánamálum heimilanna