Menu
RSS

Hagsmunasamtök heimilanna gagnrýna uppgreiðslugjöld Arion banka vegna séreignarsparnaðar

Hagsmunasamtök heimilanna gagnrýna eindregið það sem nú hefur komið fram í fjölmiðlum, að verkefnisstjórn um framkvæmd höfuðstólslækkunar íbúðalána skuli ekki hafa talið það vera hlutverk sitt að semja við lánastofnanir um að ráðstöfun séreignarsparnaðar til lækkunar lána myndi verða undanþegin uppgreiðslugjöldum. Umsækjendur um leiðréttingar hljóta að verða að gera þá kröfu til stjórnvalda að allar greiðslur inn á lán hvort heldur sem er vegna almennu leiðréttingarinnar eða vegna séreignarsparnaðar verði án aukakostnaðar fyrir lántakendur. Eðlilegt væri að verkefnastjórn um leiðréttingu hefði milligöngu um að tryggja að svo yrði gagnvart öllum lánveitendum.

Samtökin vilja einnig vekja athygli á því að óeðlilegur dráttur hefur verið á því að greiðslur hefjist fyrir þá umsækjendur sem óskuðu eftir að láta séreignarlífeyrissjóðsgreiðslur ganga inn á umbeðin lán frá 1. júlí 2014 til 30. júní 2017. Sá dráttur sem hefur verið á þessum greiðslum veldur núna lántakendum óþarfa vaxtakostnaði. Ekki verður séð að þessar greiðslur þurfi á nokkurn hátt að trufla aðrar leiðréttingar lána hvort heldur sem er vegna hinnar almennu leiðréttingar né heldur aðrar leiðréttingar sem lánþegar geta mögulega átt rétt á. Hagsmunasamtökin hvetja samt sem áður lántakendur til að hugsa vel sinn gang áður en ákveðið er að óska eftir þessum hluta leiðréttingar, því hún getur verið misjafnlega skynsamleg eftir aðstæðum hvers og eins lántakanda.

back to top

Alþingi

Gagnlegar upplýsingar

Leiðbeiningar í lánamálum heimilanna