Álitsgerð um leiðréttingu gjaldeyrislána neytenda
- font size decrease font size increase font size
Hagsmunasamtök heimilanna hafa ákveðið að birta álitsgerð um rétt neytenda til leiðréttinga lána í erlendum gjaldmiðlum. Eins og kemur fram í álitsgerðinni er hér þó aðeins um að ræða lágmarksrétt sem á eingöngu við um lán í erlendum gjaldeyri.
Afstaða samtakanna hvað þetta varðar er reyndar sú að til þess að geta talist vera í erlendum gjaldmiðlum hljóti slík lán að þurfa að hafa verið greidd út í þeim gjaldmiðlum. Þar sem engin dæmi eru um að það hafi verið raunin og fasteignaviðskipti hér á landi fara almennt fram í íslenskum krónum, hljóta slík lán einnig að vera í íslenskum krónum og tenging þeirra við erlenda gjaldmiðla hlýtur þar með að fela í sér ólögmæta gengistryggingu. Þetta hafa sumir lánveitendur þó ekki viðurkennt og er því enn um það deilt fyrir dómstólum.
Álitsgerðinni er þar af leiðandi ekki ætlað að marka ítrasta rétt neytenda vegna ólögmætrar gengistryggingar, og er mikilvægt að taka mið af því við lestur hennar og notkun. Rétt er að benda sérstaklega á viðauka í lok álitsgerðarinnar þar sem má finna samantekt í stuttu máli á því hvenær sé réttur sem um ræðir á við og hvenær ekki, og með hvaða hætti getur verið við hæfi að bera þeim rétti fyrir sig, til dæmis í málaferlum.
Related items
- Kæra til Mannréttindadómstóls Evrópu
- Erindi til Alþingismanna: Fyrir hvern og hverja situr þú á Alþingi?
- Upplýsingaskyldan margbrotin - Enn og aftur brjóta lánveitendur gegn lögum um neytendalán!
- VIÐVÖRUN TIL NEYTENDA! - Vegna endurfjármögnunar fasteignalána
- Íslenska ríkið skaðabótaskylt á hvorn veginn sem málið fer